Jæja, nýgræðingurinn er enn og aftur kominn á ferð. Ég er búinn að kaupa mér Halo, Rallisport Challange og Prisoner og War og ætla að eignast Hitman 2 um jólin um leið og ég fæ Xboxið mitt afhent með JSRF og Sega GT 2002. Púff, það verða átök yfir jólin! :)

But anyway… að efninu.

Ég er að velta fyrir mér hvort þið hafið einhvern tíman komið ykkur saman og spilað á móti hvorum öðrum..? Nú er hægt með léttu móti að tengja saman allavega tvær tölvur og þannig spila 8 á móti hvorum öðrum. Hægt væri að hittast t.d. 16 með tvær Xbox, fjögur sjónvörp, 16 stýripinna og fuuullt af pizzum, nammi og kók!

Ég er bara að velta því fyrir mér hvort menn hafi prufað þetta eða velt því fyrir sér að gera þetta? Og um leið hvort það séu ekki einhverjir skemmtilegir leikir til að spila 8 saman??

Ég býð mig fram til að mæta með slatta af kóki, tvö 28" sjónvörp, eitt Xbox og eina fjarstýringu! ;)
kv, Andri