Núna upp á síðkastið hefur Xbox verið auglýst duglega í fjölmiðlum landsins og ekkert er að því. En er ekki rétt að Bræðurnir Ormsson reyni að gera sitt fyrir Nintendo? Nintendo er mjög virðingafullt merki og fyrirtæki og á skilið góða auglýsingu. Þetta er ekki neitt þriðja flokks gæðamerki.

Ég sá að í PikkTíví á PoppTíví er Nintendo leikur í gangi og er það ágætis framtak hjá B.O. en það þarf meira. Það þarf auglýsingar í blöðin, sjónvarp og víða. “Nú kostar GameCube aðeins 19.990” er ekki nóg, og hvað þá í stillmynd. Það þarf flottu auglýsingarnar. Metroid Prime, Zelda, Resident Evil auglýsingarnar og fleiri. Það er nóg af þeim til að sýna. Koma þarf upp auglýsingum hér og þar og jafnvel halda svona Nintendo GameCube keppni af og til.

Tilgangurinn með þessum kork er að fá ykkur Nintendo stuðningsmenn til að skrifa undir þetta í von um betri markaðssetningu á Nintendo hér á landi og þar með betri kynningu á henni. Mainstream leikjatölvuáhugafólk veit varla af henni, sér bara PS2.

Vonum að Bræðurnir Ormsson sjái þetta svo þeir taki sig á!

Þið getið valið að skirfa nafn ykkar, fornafn eða jafnvel fullt nafn eða bara nickið ykkar hér á huga.

Ég skal byrja: Arnar, jonkorn<br><br><i> “What if everything you see is more than what you see, the person next to you is a warrior and the space that appears empty is a secret door to another world? What if something appears that shouldn't? You either dismiss it, or you accept that there is much more to the world than you think. Perhaps it really is a doorway, and if you choose to go inside, you'll find many unexpected things.” </i>
<b> -Shigeru Miyamoto </b>


<a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn"> Kasmír síðan! </a
Þetta er undirskrift