Þetta er ekki um leiki heldur um hvernig tölvu á að kaupa handa krakka.

Málið er að frænka mín vill leikjatölvu í jólagjöf en ég hef ekki hugmynd um hvernig leikjatölvu er best að kaupa?

Er PS2 betri heldur en xbox? Kosta leikirnir það sama? Er betra úrval fyrir PS2 heldur en xbox? Er kannski ný tölva á leiðinni sem gerir hinar úreldar?

Svo var ég að heyra maður þarf að kaupa minniskubb fyrir PS2 til þess að getað seivað og hann kostar einhvern 5000 kall.

Svör óskast sem fyrst. Takk fyrir.