Er allt að verða dautt hér? Timesplitters 2 er nýkominn út og það er engin umræða hérna!!! Hvað er að ykkur (j/k)?

Ja ég sótti leikinn á pósthúsið í dag í eyðu en þurfti að fara strax í skólann. Eftir skóla, ja hvað skal segja, þá hófst gamanið! Ég kíkti aðeins á fyrsta borðið í Story mode (Siberia) og tapaði; ég fór í Challenge og kláraði fjögur borð ef mig minnir rétt (öll glugga-brots borðin og eitt Behead the undead borð. Ég kíkti smá í Arcade og svo bjó ég til eitt Story borð í Map Maker. Þetta er góður leikur.<br><br>______________________________
“Ef ég bara hefði útvarp, þá gæti ég búið til alheimsþýðingarvél!”
- Georg Gírlausi


“Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en stundum stendur eikin á hól eða hæð og eplið rúllar niður. Langt niður.”
- Ég

<i>Dear God</i> bréf komin á síðuna:

<a href=http://kasmir.hugi.is/MaD/>Síðan mín</a