The Legend of Zelda: Gamecube Legend of Zelda: Gamecube ég kalla hann það því hann er
ekki kominn með nafn.

Þessi leikur hefur fengið mikla athygli út um allan heim, bæði
góðar athugasemdir og vondar. Sumir eru búnir að útskrifa
leikinn útaf grafíkinni þó að leikurinn er ekki kominn út. Ég tel
að aðal ástæðunan fyrir vonbrigðunum vera í kringum grafíkina.
Þar sem Nintendo gáfu út svakalega vel gert myndband á
Spaceworld 2000 af Link og Ganon að berjast. Svo voru þeir
búnir að lofa okkur meir næsta ár. Þá kemur cel-shaded Link
sem valdi mér mjög miklum vonbrigðum en núna….. Núna er
þetta byrjað að vera nokkuð athyglisvert, þetta er nokkuð flott en
ekki á raunverulegan hátt. Því eftir að hafa séð nýja trailerinn
þar sem Link siglir að eyjunni leit þetta út fyrir að vera dálítið
skemmtilegt, “alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt” ekki satt.

Nú ætla ég aðeins að fara út í söguþráðinn. Aftur í þetta skipti
fjallar leikurinn ekki um prinsessuna Zelda, heldur fjallar þetta
um að systir Links hefur verið rænt af risa stórum fugli og Link
ætlar að ná henni. Fuglinn fer með hana á einhverja eyju og sú
eyja hlýtur að vera eyjann sem maður siglir að. “Ein ástæðan
fyrir því að leikurinn er cel-shaded er sú að þá getur maður séð
fleirri ”facial expressions“ á Link einsog ef þú sérð rosa stórt
skrímsli þá verður hann hræddur á svipinn”, þetta er
samkvæmt Miyamoto. Eitt af því sem ég sá á E3 er nýa
hookshotið, en það virkar allt öðruvísi en áður, núna virkar þetta
þannig að í stað þess að skóta inn í kvisti á maður að skóta
þannig að hookið krækji sig utan um hlutinn, eða þetta er það
sem ég hef heyrt.

Fídusinn sem mér finnst flottastur er sá að það verður hægt að
tengja Gameboy Advance við Gamecube í þessum leik. Það
virkar þannig að sá sem stýrir Gameboyinu er álfurinn eða
fairy. Í gegnum skjáin á gameboyinu sér hann mapið ofan frá
og getur hann sleppt sprengjum á óvini sína, þetta getur verið
lausn á því vandamáli þegar maður er að rífast um hver á að
gera. Jæja ég veit ekkert meira um þennan leik, allavegana
ekki núna þannig ég slýt þessari grein hér.