Fjallað um nýjasta ævintýri ítalska píparans Super Mario Sunshine…

Þá er hann loksins kominn, seinasti leikurinn í Super Mario Bros. Seríunni, og umdeilanlega sá besti af þeim öllum!

Leikurinn snýst um að safna “shines” og að hreinsa upp eyjuna Isle Delfino, sem illur clone-mario sóðaði út með veggjakroti og drullu. Hinum raunverulega Mario var svo kennt um að hafa sóðað út eyjuna, sem á að hafa valdið því að allir “shine sprites” hafa yfirgefið hið fræga “shine-hlið” sem heldur eyjunni baðaðri í sól. Eftir að shine-spritarnir fóru hefur helmingur Delfino Plaza, höfuðborg Isle Delfino, verið í skugga.
Leikurinn byrjar með cut-scene þar sem Mario, Peach og Toadsworth eru í flugvél á leið í sumarfrí á áðurnefndri eyju. Þegar þau koma á áfangastað er Mario fljótlega handtekinn fyrir að hafa valdið öllum sóðaskapnum á eyjunni, en það sást til hinns illa clone-mario krota “M” á veggina… Mario er dæmdur til að hreinsa eyjuna eins og hún leggur sig og núna byrjar fjörið!

Strax í byrjun leiksins fær maður tæki til að sprauta vatni með, og það er líka hægt að nota fyrir jetpack sem lætur mann svífa í nokkrar sekúndur. Þetta tæki er semsagt notað til að spúla í burtu drullu og veggjakrot, fljúga, og einnig til að berjast við óvini en seinna í leiknum fær maður upgrades fyrir tækið.

Þegar maður byrjar að spila tekur maður strax eftir vatninu - vá! Flottasta vatn sem hefur nokkurntíman sést í tölvuleik! Grafíkin er top-notch í næstum alla staði, fyrir utan einstaka texture sem kunna að vera smá “blurry”. Risa stór svæði til að skoða, og ekki nóg með það, maður getur farið upp á þak og horft yfir allt mappið eins og það leggur sig án þess að taka eftir minnsta slow-down… Ekkert fog, ekkert sjáanlegt LOD scaling, ótrúlegt!
Endakallarnir, eða “bossarnir” í Super Mario Sunshine eru hreinasta snilld, frá Wiggler (úr Mario64) til Petey Piranha mannætu plöntunnar, þeir eru allir heavy flottir! Þrautirnar í Super Mario Sunshine eru skemmtilegar, ögrandi og sniðugar, í anda Shigeru Miyamoto, en það er hann sem hannaði leikinn ;)

Super Mario Sunshine valtar yfir Mario64, Blinx: The time sweeper, whatever! Þetta er einn af þeim leikjum sem maður fær sig ekki til að gefa minna en 10/10 í einkunn, Hann kostar 6800 í BT, þeir sem ekki eru búnir að kaupa hann.. KAUPIÐ HANN!