FIFA vs. PES
Pro Evolution Soccer (ISS Pro evolution)
Fifa (2002, world Cup)

þetta eru helstu fótboltaleikirnir á PS2 (að mínu mati) og mun ég koma hér með smá úrdrátt og samanburð á þessum leikjum.

FIFA:
þessi leikur hefur verið einn sá vinsælasti frá upphafi býst ég við. ég á fifa:98, 99, 2000. ég sé eftir því að hafa keypt alla þessa leiki. grafíkin batnar frá ári til árs, en spilanleikinn virtist aldrei ætla að batna! maður virðist geta hlupið á einhvern stað, ýtt á skottakkann og boltinn flýgur ALLTAF upp í nær hornið, og markvörðurinn nær þessum skotum aldrei!
en í Fifa 2002 fóru EA mennirnir að hugsa sinn gang, leikurinn var alltof staðnaður. þeir bættu sendingakerfið, skotkerfið og enn og aftur grafíkina. en eitthvað var að klikka.
þessir fótboltaleikir þrýfast oftast á 2 player spilun og var leikurinn að klikka þar. þegar ég keppi við vin minn getur maður sólað upp allann völlinn, með því eina að “sikk-sakka” fram og til baka, og varnarmaðurinn getur oftast ekkert gert nema horft á, eða brotið á manninum.
það gerir leikinn ekki endingagóðann og fær maður því fljótt leið á leiknum.
en grafíkin hjá EA klikkar ekki frekar en fyrri daginn, mennirnir eru raunverulegir, og vellirnir flottir. einnig er hljóðið ágætt(lýsendur)
KOSTIR: Grafík, Hljóð, Alvöru Nöfn Leikmanna.
GALLAR: 1 Player fítusinn er stór mínus, einnig spilanleikinn sem er einn mikilvægasti hluturinn.

Pro Evolution Soccer:
Þessi leikur hefur aldrei komist nálægt vinsældum FIFA, væntanlega vegna lélegrar markaðssetningar, auglýsingar sjást aldrei eða vegna þess að þeir hafa engin OFFICIAL leyfi frá FIFA eða öðru knattspyrnusambandi.
En staðreyndin er sú, að þeir sem gagnrýna knattspyrnuleiki í dag, í blöðum, tímaritum o.s.fr. og fá að sjá alla leikjaflóruna í fótboltanum í dag velja ALLIR PES!
ég sem mikill knattspyrnuáhugamaður og leikjavinur er sammála gagnrýnendunum. Það er eitthvað við PES sem er ólýsanlegt. maður verður að sjá það með augunum, finna fyrir leiknum í gegnum stýripinnann og spennuna (og stundum hreint HATUR í garð mótspilarans ;) ).
Grafíkin er ekki jafn góð í Pes og Fifa, en staðreyndin er sú, að grafíkin er langt frá því að vera aðalmálið í knattspyrnuleikjum! það er annar hlutur sem er MUN mikilvægari, og það er SPILANLEIKINN!! bæði í 1 player og 2 player(jafnvel fleiri).
ég og vinur minn eigum báðir leikinn og spilum hann mikið. Ég átti PES í playstation 1 og entist hann í meira en heilt ár í stanslausri spilun!
ég get ekki lýst spil-kerfinu í PES alveg, en það er mjög ólýkt því sem sést í Fifa. Leikurinn er hannaður á þann hátt að t.d. þegar þú skýtur á markið, kemur gul mælistika fyrir ofan nafnið á leikmanninum (lýkt og í Fifa) en málið er að strikið fer aldrei jafn hratt, þannig að ef þú pikkar á skottakkann frekar hratt geturu lent í því að mælistrikið fari alveg í botn og boltinn fari yfir markið og í hausinn á einhverjum saklausum áhorfanda uppi í stúku! en það eru líka líkur á því að strikið fari mjög hægt og boltinn rétt skríði í hendurnar á markmanninum, og allt þar á milli! en auðvitað gerist svona lagað ekki alltaf! það fer allt eftir aðstæðum, hvort að mðaurinn skjóti í fyrstu snertingu, eða hvort að hann sé að hlaupa tiltölulega hratt og sé kannski úr jafnvægi. maður verður að reikna með öllu svona, og koma mönnunum sínum í sem allra bestu stöðu. því að þó að Ronaldo sé kominn einn á móti marki getur hann alltaf skotið í stöngina eða framhjá (maðr hefur oft byrjað að fagna, stokkið upp og öskrað, og svo uppgvötvað að boltinn fór framhjá)
Eins og ég sagði hér áður, eigum við vinur minn þennann leik báðir, við fjárfestum svo í MULTITAP í PS2 og virkar það ótrúlega vel í þessum leik. það er oft öskrað á meðspilara (t.d. þegar hann gerir mistök, fær rautt spjald dæmt á sig) já eða mótspilara (þegar þeir tefja eða fagna markinu sínu of hátt oger u of glaðir, þá verður maður oft pirraður) og er spennan ótrúleg í þeim fítus. það er til dæmis ekki hægt að sikk-sakka fram hjá mótherjanum eða fara á einhvern ákveðinn stað og ýta á skottakkann og vera búinn að tryggja 100% mark!!
En það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir lýsendunum, þeir eru tveir, man ekki nöfnin, en þeir eru oft að endurtaka sömu lhutina aftuir og aftur(“ the action is so intense and the crowd is starting an mexican wave!” eða “the sky is high and the wind is shooting through the stadium”). en þó er það ekkert sem eyðileggur fyrir leiknum. einnig eru mörg nafnanna breytt smávægilega. Roberto Carlos heitir til dæmis Roberto Larcos, Pires er Pirus, Rivaldo er Ravoldi og Romario er Ramorio. það er ekkert sem fer í taugarnar á manni, og getur maður breytt því á einfaldann hátt með því að afara í edit mode.
KOSTIR: ótrúlegur spilanleiki, grafíkin er alls ekki slæm, 1 player fítus er vel útfærður, 2-4 player fítusinn er enn betur útfærður. ENDING leiksins er endalaus!
GALLAR: ekki margir, þó er lýsini á leikjunum ekki nógu góð. Breytt nöfn geta farið í taugarnar á sumum miður þolinmóðum mönnum.


Niðurstaða:
-Fifa vinnur grafíkina.
-Fifa er með betri lýsingar á leikjunum.
-Fifa er með rétt nöfn á leikmönnum.
…..en það er fullt eftir…..
-PES er með miklu betri spilanleika í 1 player.
-PES er með miklu betri spilanleika í multiplayer.
PES endist lengur en 1 vikur í stanslausri spilun, í raun endist hann í fleiri árin býst ég við, amk, þangað til að framhaldið kemur út.


ef þú átt eftir að kaupa þér almennilegann knattspyrnuleik, veldu Pro Evolution Soccer!
prufaðu hann bara, hann á ekki eftir að verða þér fyrir vonbrigðum! gefðu honum smá þolinmæði, og það verður ekki aftur snúið!!
I