The Legend o Zelda: Ocarina of Time Review Jæja. Ykkur þykir kannski heldur seint að fara að reviewa leik
sem kom út fyrir 4 1/2 ári. En tilgangur þessarar greinar er
sá að sýna fólki fram á hversu æðslegur þessi leikur er.
Þeir sem að skoða þetta áhugamál hafa eflaust tekið eftir
vaxandi Zelda umræðum.

Leikurinn var í höndum Shigeru Miyamoto eins og fyrri leikirnir.
Þegar maður byrjar í leiknum sér maður myndband sem sýnir draum
lítils drengs að nafni Link. Þar sést þegar Zelda flýr kastalann
og einhver grænn drýsill á eftir henni. Þess er vert að geta
áður en haldið verður lengra áfram að maður ræður alveg hvað maður
heitir, en official nafnið er Link. Þegar link vaknar kemur til hans
álfadís að nafni Navi. Saman leggja þau af stað í stórt ævintýri, sem að
áður en langt um líður breytist í björgunarleiðangur til að bjarga
prinsessunni.

Það fysta sem að maður tekur eftir þegar maður byrjar að spila er
ótrúlega grafíkin. Mér hefur verið bent á upp á síðkastið að
grafíkin sé alls ekki svo góð. Ég vil minna þá sem halda því
fram á að leikurinn er fjögurra ára gamall. Á þessum tíma skaraði hann
bókstaflega fram úr öllum öðrum leikjum. Geimpleijið gæti ekki verið betra
en það er einfalt og mjög þægilegt, algjör bylting á sínum tíma.
Takkarnir sem notaðir eru eru allir nema D-padið sem að kemur
ekkert við sögu.
Til að sýna hversu einfalt kerfið er þá ætla ég að gefa smá
innsýn í stjórnkerfið. <B>B</B> takkinn er notaður til að
berja frá sér. Ýttu einu sinni á B og Link dregur fram sverðið,
ýttu aftur á B og hann slær frá sér. Einfalt og áhrifaríkt.
Annað byltingarkennt tól er Action takkinn. Margir leikir
hafa þennan svokallaða Action takka. Í þessu tilviki
(sem að er nú fyrsta tilvikið) er <B>A</B> actin takkinn.
Ef maður stendur fyrir framan manneskju þá stendur “Talk” á
blá deplinum í efri hægra horninu sem að á að tákna A.
ef maður ýtir þá á A þá talar maður við viðkomandi. Ef maður
stendur fyrir framan hurð stendur “Open” á action takkanum.
<B>C</B> takkarnir eru notaðir til að nota hluti sem að maður
hefur.

Ein mesta snilldin við Ocarina of Time er flautan (eða okkarínan).
Maður spilar á hana með því að “equippa” hana og ýta svo á C takkana.
Þannig getur maður spilað óteljandi mismunandi lög.
Oft þarf maður að flauta smá til að leysa þrautir og slíkt.
Eitt það ótrúlegasta við leikinn eru smáatriðin. Þegar maður
kemur í borg eða bæ getur maður eitt klukkustundum bara í
það að skoða bæinn og kynnast íbúum hans. Svo eru líka
allir þessir mini-games. Ég eyði oft klukkustundum (og nú
er ég að segja alveg satt) í veiðileiknum þar sem maður fær
veiðistöng og á að veiða fiska. Þessi leikur er svo góður að flest
önnur fyrirtæki hefðu líklega gefið hann út sem sér leik.
Fiskarnir hegða sér eins og alvöru fiskar og eru misstórir og forðast mann
og allt. Svo er það líka að fara á hestbak, það er svo gaman
að maður gleymir sér oft við það að hoppa yfir hlið og aðra hluti.
Og svo er líka alltaf gaman að fara í smá bardaga við óvini
sem að verja árásir með skjöldum sínum, og líka gaman að fara
í svona shooting gallery (hefurðu ekki farið í svoleiðis í
Tivolíi?), ýkt skemmtilegt hookshot sem að kemur manni á
ýmsa staði sem væri ómögulegt að komast að annars, þrautir
með speglum og sólarljósi, setja á sig grímur, breyta veðrinu, og fleira sem væri ekki
mögulegt að muna á þessum mínútum sem ég er að skrifa þessa grein.

Þetta sem ég sagði að ofan voru sko engar ýkjusögur, ég sver það
við Zelda leikinn minn að þetta er dagsatt, og þá er mikið sagt.

Þar sem þetta er orðið heldur langt þá held ég að ég fari bara
að drífa þetta af…

Myndavélin er ein sú besta sem ég hef séð. Á þeim hundruðum klukkustundum
sem ég hef eytt fyrir framan skjáinn í þessum leik hef
ég sjaldan, hvað ef aldrei lent í vandræðum
með myndavélina. Það er alltaf hægt að ýta á <B>Z</B> og þá fer myndavélin bak
við mann.
Bardagakerfið er mjög áhrifaríkt og skemmtilegt. Ég var búinn
að lýsa hvernig sverðið virkar. En það sem gerir bardagakerfið einstakt
er svokallað Z-targeting. Þetta virkar þannig að þegar að það er
eitthvað “interaktíft” eins og óvinur nálægt þá er nóg að ýta á Z
og þá fær maður fullkomið sjónarhorn á óvininn. Þá er líka
hægt að gera allskonar trikk eins og að hoppa til og frá
og gera ýmis sverðatrix. Þetta hefur verið notað í mörgum leikjum
en Nintendo voru fyrstir með það í þessum leik.
Ýmis skemmtilegir hlutir eru í leiknum og sem dæmi má nefna
bogann, boomeranginn og sprengjurnar.

Leikurinn gersit í Hyrule eins og venjan er og er það alveg ótrúlega
stór þrívíddar heimur. Í hvert skipti sem að maður kemur á nýtt svæði kemur
smá myndskeið sem sýnir svæðið. Þá er maður venjulega alveg “VÁ” og
getur ekki beðið eftir að halda áfram. Mjög skemmtilegt að ferðast
um í þessum heimi.

- - -

Jæja. Þá er þessi ótrúlega langa grein búin. Eða næstum því það er að segja.
The Legend of Zelda: Ocarina of Time er af allmörgum talinn
besti leikur leikjasögunnar (ég verð alltaf svo stoltur þegar ég segi þetta).
Hann var bylting á sínum tíma og hefur haft gífurleg
áhrif á nútima leiki. Ótaldir eru þeir leikir sem hafa
fært sér í nyt action buttoninn sem að er mesta þarfaþing.
Þegar ég skrifaði þetta fylltist ég löngun til að spila
leikinn. Og ég held ég eri það á eftir. Ég er viss um að ég ætlaði
að segja meira íþessari grein en það verður að bíða þartil seinna.

Roggi