Núna á næstunni eru að koma fullt að mögnuðum leikjum fyrir nintendo Gamecube og ég vildi bara segja hvaða leikjum ég er spenntastur fyrir. Ég ætla nú samt ekki að vera segja mikið af staðreyndum um leikina eða eitthvað slíkt.

#1. Legend of Zelda: The legend reborn.

Zelda ocraina of time á n64 er besti leikur sem ég hef spilað og þess vegna engin furða að ég er bíði spenntur eftir þessum leik.
Miamoyto og félagar ákvaðu að hafa hann cell shaded og mér finnst það bara brill.Ég var nú samt með miklar efasemdir þar til ég sá hann in action.

#2. Super Mario sunshine.

píparinn er mættur aftur og ef þið vitið ekki söguna þá getiði bara kíkt á greinina hans aage sem hann skrifaði um daginn. þessi leikur er must have fyrir alla gamecube eigendur hvort sem þeir séu 5 ára eða 25 ára.
Maður veit að Mario klikkar aldrei.

#3. Metroid prime.

Retro sudios fengu þetta verkefni að sér og gera það af stakri snilld. ég held að xbox og ps2 fans ættu að passa sig. Margar frábærar nýjar hugmyndir og vel vandaður leikur.
það hefur verið gert prewiew um leikinn hér á huga, þið getið bara leitað.

#4. Need for speed.

leikurinn mun koma á gamecube og ps2.verður ábyggilega magnaður.
ástæðan fyrir því að hann sé í # 4. er að hann verður örugglega besti bílaleikur á gcn í langan tíma.

#5.Eternal darkness.

Eternal darkness á víst að vera mikið dýpri en Resident Evil, miklu meiri saga á bak við hann sem mér líkar betur við . þú ferðast þúsundir ára aftur í tíman , leysir ráðgátur og drepur þá ódauðu. Að mínu mati er bannað að spila hvorugan leikinn ET eða RE á daginn mér finnst meira að segja að þeir eigi að skrifa það á umslögin. : )


#6. Resident Evil.

þennann þekkja allir. Capcom hefur ákveðið að endurgera alla RE leikina á gamecube en þó þú eigir hann á ps1 fáðu þér hann samt því ég get lofað því að hann verur allt öðruvísi og miklu betri
+ MÖGNUÐ grafík.

#6. Starfox adventures.

Leikur frá Rare = Quality . Man ekki eftir mörgu sem ég hef heyrt um leikinn nema að hann verði með bardagakerfið úr zelda og það eitt er nóg fyrir mig.ég hef líka skoðað screen shots og séð hann in action og hann lítur frábærlega út.

#7. Die hard: vandetta

ég er fps fan . Mér finnst þessi líta best út af þeim öllum. Margar skemmtilegar nýungar en það versta er að það verður væntanlega enginn multipleyer en það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því. :)

#8. Medal of honor: Frontline.

Moh leikirnir eru snilld. Ég kláraði þá báða á psx og allied assult á pc. Ég hef líka prufað Frontline á ps2 en ég hreifst ekki mjög mikið við fyrstu prufun en ég vona að hann batni eitthvað pínu á gamecube.

#9. Timesplitters 2.

Nokkrir hönnuðir sem komu að gerð goldeneye fyrir N64 gera Timesplitters 2.Ég hef ekki trú á hann verði eins groundbreaking og goldeneye en hann lofar mjög góðu.
Þar á multiplayer að spila stórt hlutverk sem er mjög gott mál.

#10. F-Zero.

Nintendo komu með óvænta ákvörðun með því að leyfa Sega að hanna F-zero. En sega eru snillingar og ég er viss um að f-zero sé í góðum höndum.

Jæja þetta var minn topp 10 listinn minn endilega sendið ykkar og gerið það fyrir mig að hafa leiki sem koma núna á næstunni ( um og eftir jól).