Telling it like it is Hello again !

Ég er orðinn þreyttur á þessu “ég fýla allt” tali hjá mörgum
hérna. Sumir meina það en aðrir ekki. Þessari grein er beint að
þeim sem þora ekki að segja sína skoðun á málunum. Ég ætla
að dæma hverja leikjatölvu fyrir sig eftir minni reynslu, og
auðvitað mun ég vera opinskár. Ég hef haft heima hjá mér allar
tölvurnar þannig að mínu mati er dómgreindin frekar
sanngjörn. Ég hef átt PS2 í næstum 2 ár, Gamecube í 3
mánuði og ég fékk lánaða Xbox í tæpa viku frá félaga mínum
(Hæ MadMax ! ) Jæja, byrjum á þessu.

Sony PlayStation 2:

Þetta er bara snillarleikjatölva í alla staði. Ég elska hana og hef
alltaf gert. Í fyrsta lagi er tölvan mjög vel hönnuð. Útlínurnar eru
harðar og futuristic sem gefur henni flott útlit. Flottast er að sjá
hana upp á rönd, minnir fólk gjarnan á eldflaug. Stýripinninn
(Dual Shock 2) er einn sá þægilegasti sem hefur verið fundinn
upp. Analog takkarnir á réttum stað og stærðin nánast
fullkomin. Mér fannst reyndar sniðugt hjá Sony að gefa ekki út
annan pinna því þeir myndu kannski lenda í basli eins og
Microsoft og fundið upp á einhverju risavöxnu plastdrasli fyrir
bandarískar Mcdonalds hendur. DVD drifið er slappt og jafnast
ekkert á við alvöru spilara. En þetta er leikjatölva ekki satt ?
Það er að sjálfsögðu ekki hægt að kvarta yfir leikjaúrvalinu. Metal
Gear Solid 2, GTA3, Jak and Daxter, Gran Turismo 3 eru bara
fáir AAA leikir sem liggja í þessu gríðarlega úrvali. Tölvan sjálf
á bjarta framtíð og það verður gaman að sjá hversu lengi það
verður gert leiki fyrir hana (Þeir eru ennþá að gefa út leiki fyrir
PSX !). Netið fer að koma og vonandi verður það sucess, en
maður hefur efað það. Það sem er gott við PlayStation nafnið er
að flestir 3rd party leikir fyrst út á þeim tölvum. Svo er maður
nokkuð öruggur, PSX er guaranteed sucess. EA dýrkar Sony
og þeir geta ráðið úrslitum í “console stríðinu”. PS2 er málið fyrir
alla alvöru spilara. Eins og EGM orðaði það “PS2 is for smart
gamers”. If you ask me, Xbox is for dumb ones :)


Nintendo Gamecube:

Þetta undir kom heim til mín 3. maí. Ég hafði beðið eftir henni
alveg síðan að hún var kynnt og gerðist eiginlega hardcore
spilari út af henni. Hún sópaði að sér verðlaunum á E3 2001
m.a “Best of Show” og “Best Console Hardware”.Þegar ég
keypti tölvuna ákvað ég að splæsa á enga B leiki enda var ég
nánast búinn að eyða öllum sumarlaununum. Þess vegna beið
ég eftir Rogue Leader sem átti að koma eftir helgi. Ég sat á
gólfinu og glápti á tölvuna og tíminn leið eins og vikann áður
ótrúlega hægt. Það var bara fyndið að sjá stærðina á þessu. Í
alvöru talað, éf hafði séð myndir af henni daglega á netinu en
mér brá þrátt fyrir það. Tölvan er eins og nafnið bendir til, eins
og kubbur. Kubburinn á að spila leiki og ekkert annað. Sem
sagt ekkert DVD og enginn harður diskur. Stýripinninn er
þægilega stór, fellur vel í lófann og allir takkar eru a réttum
stað. Gagnrýnendur lofsungu hana. Persónulega leist mér
ekkert sérstaklega vel á hana enda leit hún öðruvísi út.
Reyndar átti ég erfitt með að venjast Z takkanum en það tókst. L
og R takkarnir fara langt inn og gott er að hvíla puttana á þeim.
Báðir pinnarnir eru mjög þægilegir. Núna hafa C takkarnir
breyst í aðra stjórnstöng. X og Y takkarnir eru fyrir ofan action
takkan (A) og B takkinn fyrir neðan hann. Án efa þægilegasti
pinninn. Work of art I tell you.
Svo eftir helgina fékk ég loksins leikinn (Rogue Leader) og
aldrei hef ég séð jafn flottan leik. Grafíkin voru og eru
stórkostleg, frábært texturing, 15 milljón polys á sec, bump
mapping dauðans og 60 fps. Þessi leikur sýndi og sannaði afl
Gamecube. Ekki löngu síðar fékk ég Super Smash Bros.
Melee og að mínu mati er hann besti bardagaleikur sem komið
hefur út. Ég segi bara Tekken hvað ? Nintendo kunna að gera
hlutina einfalda og góða. Margir góðir 1st og second party leikir
eru á leiðinni í vetur, Super Mario Sunshine, StarFox
Adventures, Metroid Prime, Wario World, Mario Party 4, 1080
2, Legend of Zelda og auðvitað gleymi ég einhverjum. Björt
framtíð en málið er að það er lítið að spila þessa stundina.

Microsoft Xbox:

Jæja, sumir hérna ættu að sleppa þessum kafla. Fyrst þegar
ég las um Xbox var fyrir nokkrum árum í mogganum (Var ekki
orðinn hardcore þá ) gnísti ég tönnunum og sagði síðan
upphátt “týpískt”. Þegar ég sá útlitið fyrst hugsaði ég með mér,
“ouch” og vorkenndi þeim sem voru spenntir fyrir henni. Þetta
hlýtur að vera ljótasta hönnun á leikjatölvu sem ég hef á ævi
minni séð. Þeim sem finnst útlitið töff hafa bara engan smekk
IMO. MInnir mikið á gamlan afruglara og fjarstýringin lýtur út
eins og vopn úr Star Trek. Og hefur einhver gleymt
skandalnum E3 2001 ? Ekki ég ! Fjölmiðlar kvörtuðu yfir
krampaköstum eftir fjarstýringuna, Halo hikstaði og allt var að
fara til fjandans. Tæpu ár síðar lánaði Maxi mér NTSC vélina
sína fyrir evrópskan útgáfudag (Pælið í því ! ). Innst inni vonaði
ég að pinninn yrði jafn slæmur og fólk hafði verið að tala um (Ber
engar sérstakar tilfinningar til M$). Og vá ! Af fullri hreinskilni
þá hélt ég að þetta hafði bara verið einhver Sunday Mirror eða
New York Post hype blaðamennska, eða kannski var ég bara
vanur mjög þægilegum pinnum, en það var alls ekki málið.
“Aumingja smáfólkið” hugsaði ég. Hvað er þetta risastóra X að
gera í miðjunni. Það virkar ekki á mig eða á hinn almenna
kaupanda, kannski lowclass ameríska krakka sem sitja yfir
wrestling. Ok, ég viðurkenni það, hann virkaði nokkuð vel í Halo
enda eru betra að nota lyklaborð í skotleikjum, am I right ? En
DOA3 er allt annað mál. Kannski er það bara lélegur leikur :/.
En ég get ekki sagt mikið meira um pinnann, ég hef ekki snert
hann í nokkra mánuði og mig langar reyndar ekkert til þess
(krampaköst?)
Þegar ég var búinn að spila í smástund fór ég niður og fékk
mér eitthvað að borða. Stuttu síðar labbaði ég aftur inn í
herbergið og fékk shock. Einhver risastór klumpur hafði yfirtekið
tómlegt herbergið. Harðurdiskur er engin afsökun fyrir stærðina
á þessum fjanda.
Seinna um kvöldið bauð ég vinum mínum í heimsókn til að
kíkja á gripinn og auðvitað var ekki óalgengt að heyra þá kvarta
yfir fjarstýringunni. Bara djók að sjá þá reyna að halda á henni.
Öðru hvoru duttu pinnarnir á öryggiskoddana sem ég hafði
hlaðið í kringum sófann. En eins og ég sagði áðan þá var Halo
vel spilanlegur og þá fannst mér skemmtilegast í co-op. Mér
fannst stundum eins og ég var að endurtaka sömu hlutina
aftur og aftur en frelsið bætti upp fyrir það. DOA3 fannst mér
bara graphical show off og ég get ekki séð fyrir mér neina aðra
en einmana karlmenn sem fýla hann. En ok, nóg um það.
Þessi leikjatölva höfðar ekki neitt til mín. Þeir meiga eiga það að
hafa flott online plan, en er það nóg ?

Niðurstaða: (Munið, reynslan á vélunum hingað til )

PlayStation 2 : 9.5
Gamecube: 9.0
XBOX: 3.0

I know you all love me…