Metal Gear Solid Árið er 2005,á Shadow Moses eyju á eyjaklasa fyrir utan Alaska
hafa hryðjuverkamenn hertekið geymslustöð kjarnaodda.
Þeir segja ef að ríkisstjórn Ameríku skili ekki líkamsleifum
Big Boss sem er þekktur sem mesti hermaður 20.aldarinnar og einn milljarð dollara,skjóti þeir kjarnorkusprengju einhverstaðar á heiminn.Sendur á staðinn er Solid Snake,fyrrverandi meðlimur
Fox-Hound sérglæpasveitarinnar.Hans aðalmarkmið er að bjarga DARPA
stjóranum Donald Anderson og forstjóra Arms Tech. vopnafyrirtækisins Kenneth Baker.Því miður,fyrir Snake eru hryðjuverkamennirnir núverandi meðlimir Fox-Hound.
Yfirmaður Solid Snake biður hann um einn greiða,að reyna bjarga litlu frænku sinni úr stöðinni þar sem hún er hermaður.

Svona hljómar söguþráður Metal Gear Solid,sem kom út frá Konami leikjafyrirtækinu árið 1998 fyrir PlayStation.
Metal Gear Solid hefur oft verið talinn einn besti
Action/Adventure leikur allra tíma,enda er ekki hægt að segja annað en að hann gullmoli.Sagan algert snilldarverk með mörgum flækjum og snúningum,sagan sjálf var skrifuð af Hideo Kojima og
Tazuko einhverjum.Grafíkin er eitt það besta sem PlayStation
gat skilað af sér á þessum tíma,en hún var unnin undir
stjórn liðs Yoji Shinkawa.Hljóðið sjálft er mjög gott,viðeigandi
tónlist í umhverfum,mjög flott hljóð ef þú hefur græjur tengdar
við PlayStation tölvuna eða sjónvarpið þitt.Síðan eru dramatískir
tónar spilaðir við réttu atriðin,eins og góðum leik sæmir,ekki viltu hafa dúndrandi rokk á þegar þú ert Game Over.Í talsetningunni
eru ekkert nema fagmenn að verki.Fyrir Solid Snake talar David Hayter sem er ekkert nema fagmaður í sviði sínu.Aðrar raddir eru leiknar af James Flinders,Mae Zadler,Carren Learning,Kim Nguyen,
Cristopher Fritz,Paul Otis,George Byrd o.fl

Persónur í leiknum eru:

Solid Snake
Þennan mann leikurðu í öllum Metal Gear leikjunum
fyrrum meðlimur Fox-Hound og er nú “musher” í Alaska
Frábær hermaður

Roy Campbell
Þessi maður stjórnaði Fox-Hound á meðan Snake
var í sveitinni.Þó hann væri á eftirlaunum stjórnar
hann þessari herför Snakes

Meryl Silverburgh
Litla frænka Campbells,var á hersvæðinu þegar Fox-Hound
tók yfir,Hefur hlotið frábæra þjálfun í hernum.

Naomi Hunter
Læknir Fox-Hound liðsins.Vinnur með Campbell
til að hjálpa Solid Snake

Mei Ling
Þessa þarftu að hringja í með codec(litla “símanum” sem
hún uppgvötaði)til að vista leikinn,
hún uppgvötaði einnig radarinn sem Snake notar

MEÐLIMIR FOX-HOUND

Liquid Snake

Stjóri Fox-Hound,hann er með alveg eins andlit og
Solid Snake,hann er heilinn á bak við árásina

Revolver Ocelot

Hann er ekki kallaður Revolver að ástæðulausu,
mjög góður yfirheysrlu maður og frábær skotbardagakappi
Rússneskur maður á sextugsaldrinum

Vulcan Raven

Mjög stór maður með sterkan líkama,
var alinn upp í Alaska og hefur tengst
hröfnum og krákum vel,berst með Vulcan minigun

Sniper Wolf

Afskaplega góð skytta og falleg líka.
Getur beðið í daga án þess að þurfa hreyfa sig.
Notar Heckler & Koch PSG-1 riffil.

Psycho Mantis

Ískyggilegur maður sem hefur möguleika á því að
hreyfa hluti,láta þá svífa og lesa huga fólks.

Decoy Octopus

Meistari dulargervanna,um hann er mjög lítið vitað
aðallega því hann er oftast í dulargervum.


En Metal Gear Solid er alveg hryllilega góður leikur

Hann fær:
Gameplay:10 - FRÁBÆRT!
Grafík 9 - not the best but very good
Söguþráður 10 - mind blowing
Endurspilun 9.5 - alltaf hægt að finna nýja hluti

Overall 9.5 - einn uppáhalds leikur minn