Sælt veri fólkið

Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsum hugmyndum varðandi þetta áhugamál. Þær eru svo sem ekkert stórtækar en endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Einnig vildi ég fá einhverjar uppástungur að breytingum og nýjungum. Ekki bara senda mér heldur einnig hinum admins, RoyalFool og Sphere. I´m just one of the crowd :)

Hugmyndirnar eru…

<B> –> Best of… <– </B>

Mér datt í hug að setja upp kubb með bestu og vinsælustu greinum áhugamálsins. Þar gæti fólk sótt í þær greinar sem okkur admins finnst vera það besta sem Leikjatölvu-áhugamálið hefur upp á að bjóða. Þá er ég að tala um vel skrifaðar og málefnalegar greinar. Ekki verða settar inn stuttar og illa skrifaðar greinar. Einnig verða greinar sem eru með mikið af skítkasti (í greininni sjálfri og svörum) ekki settar inná. Þannig myndu bestu greinar áhugamálsins fá lengra líf og ekki gleymast í bráð, jafnvel fá ný svör.


<B> –> Tæknilegar upplýsingar <– </B>

Á þessum kubb yrðu helstu upplýsingar um vélbúnað leikjavélanna sem eru í gangi í dag. Nintendo GameCube, Microsoft Xbox, Sony PlayStation og Sega Dreamcast. Upplýsingarnar væru svokölluð specs í töluformi og svo eitthvað í mannamáli, ef þið skiljið. Svo yrði líka sett upp samanburðarlisti sem væri ekki ætlaður til að niðurlægja einhverja eina tölvu heldur fyrir þá sem hafa gaman af samanburði vélræns búnaðar. Hver tölva fengi sitt “horn” þar sem allar helstu upplýsingar eru að finna en svo væri, eins og ég sagði, eitt samanburðar“horn”.


<B> –> Verðið <– </B>

Margir spyrja hvað tölvurnar, aukahlutir og leikir kosta. Mér datt þá í hug að setja upp sérstakan kubb með verðunum á tölvunum frá umboðsaðila og frá BT. Þar gæti fólk séð hvort það fái tölvurnar á betri kjörum hjá umboðsaðila eða hvort það ætti að skjótast niður í BT. Einnig væri þarna verð á aukahlutum svo sem fjarstýringum, minniskortum, snúrum, DVD fjarstýringu, DVD kubb (Xbox) og stöndum (PS2). Svo væri verð leikja í stöðluðu formi, þ.e verð leikja frá X.XXX til X.XXX. Sem sagt lægsta verð að hæsta verði. Þar væri verð umboðsaðila borið saman við t.d verð BT.


<B> –> Tillögur að greinum <– </B>

Þetta er bara lítil hugmynd hjá mér en ég held að hún gæti virkað. Hérna datt mér í hug að hafa hugmyndakubb að greinum. Þ.e ef einhver vildi sjá grein um einhvern leik eða aukahlut en telur sig ekki hæfa/n í að skrifa ákveðna grein þá gæti viðkomandi sent inn hugmynd að grein. Þegar einhver annar aðili sér þessa hugmynd og vill taka hana að sér gæti hann sent stjórnendum skilaboð um að hann vilji taka þessa grein að sér og þá yrði hugmyndin tekin frá. Það er fyrir aftan hugmyndina kæmi “Frátekin”. Sem dæmi ef einhver vildi fá grein um Legend of Zelda í NES þá færi hún á listann, svo vill einhver taka greinina að sér og þá kemur á listann “Legend of Zelda í NES - Frátekin”. Kubbnum yrði stjórnað af stjórnendum áhugamálsins og hugmyndir verða að sendast til þeirra og einnig ef einhver vill taka grein að sér.


<B> –> Videokubbur <– </B>

Þetta er ekki hugmynd frá mér en videokubburinn var starfandi hérna áður fyrr. Hann var tekinn niður, mér til mikillar gremju. Það sem ég var að velta fyrir mér var hvort þið vilduð fá hann aftur. Endilega látið vita. Einnig væri þá sniðugt að fólk gæti sent inn tillögur að videoum. Eins og ég sagði, ekki mín hugmynd heldur hvort þið viljið ekki fá hann aftur. Ég veit að ég vil fá hann aftur


<B> –> Framleiðandi vikunnar <– </B>

Hérna yrði stutt ágrip um framleiðanda vikunnar. Stjórnendur myndu ákveða hver yrði framleiðandi hverrar viku en fólk gæti sent inn stutt ágrip og heimasíðu framleiðandans. Þannig væri hægt að fræðast meira um viðkomandi framleiðanda og leiki þeirra. Ágrip verður að vera vel skrifað og ekki mjög langt. 5-10 línur sem væru á forsíðu áhugamálssins og svo c.a 15-30 línur í “Sjá meira” auk slóðar að heimasíðu. Ef áhugi er fyrir þessu þá væri hægt að senda inn skilaboð sem skipt væru niður í 3 hluta.

<i> 1: Framleiðandi. Ágrip. </i>
<i> 2: Lengri útgáfa sögu fyrirtækisins eða álit einstaklingsins á fyrirtækinu. </i>
<i> 3: Heimasíða fyrirtækisins </i>




Ég er með fleiri hugmyndir og skrifa kannski um þær seinna. Ég vildi bara fá ykkar álit á þessu. Ég vil ekki lofa að af þessu verði heldur er þetta bara ósk um ykkar álit. Ég á eftir að ræða betur um þetta við aðra stjórnendur því þetta er allt gert í samvinnu okkar, þ.e virkustu stjórnenda.

Kveðja
<a href="http://kasmir.hugi.is/jonkorn"> jonkorn </a
Þetta er undirskrift