Grand theft auto: vice city Ég var að gramsa á netinu og rakst á mikið að upplýsingum sem mun láta marga hér klæja í “leikjafingrunum” sínum!




Listi yfir staðfesta hluti í leiknum:


-Hægt verður að synda.
-40 vopn.
-Hægt verður að fara inní mörg hús, þar á meðal risastórt hótel.
-Bætt gervigreind, fólk talar saman og gengur í hópum.
-Leikurinn verður tvöfallt stærri en gta3 og verða öll svæði opin frá byrjun.
-120 farartæki, það voru 50 í gta3.
-8000 raddir, margir nokkuð frægir leikarar.
-Yfir 9 klukkustundir af tónlist og 10 útvarpsstöðvar.
-Bætt grafík, eldingar og margt verður í honum.
-Hægt verður að sprengja dekk með því að skjóta þau, löggan gerir það líka.
-Löggur elta og handtaka aðra glæpamenn.
-Aðal karakterinn talar (annað en í gta3), Ray liotta talar inná hann.
-Hægt verður að beigja sig niður.
-Bardagaíþróttir, hægt verður að sparka frá sér og kíla svo vel að jackie chan yrði öfundsjúkur.
-Bætt HUD, extra smáatriði eins og hæð.
-Bætt “character animation”, nú með UNW.
-Ný auka “mission”, eins og að verða pizza sendill.
-Föt hreifast í vindi.
-Fjölmargar klíkur.
-Ný ökutæki eins og mótorhjól (einnig er talað um jetski og þyrlur enn ekki er það staðfest)



Söguþráðurinn í GTA: VICE er ekki framhald af GTA3, reyndar er söguþráðurinn ekkert tengdur GTA3. Leikurinn gerist í miami á 80´s tímabilinu. Maður spilar sem Tommy Vercetty, sem var nýlega sleppt úr fangelsi. Þar sem hann kjaftaði ekki frá Forelly mafíunni launar Sonny Forelly honum það með því að senda hann til Miami og stækka mafíuna þar. Fyrsti samningur Tommy fer mjög illa og endar hann þannig að hann tapar helling af peningum sem Sonny átti. Sonny kallinn verður bálreiður og skipar honum Tommy að endurheimta féð. Tommy þarf þá að gera allt til að fá pening en hann er heppinn því hann hefur sambönd í Miami og kemst fljótlega að aðal “bossinum” sjálfum. Það sem gerist næst hafa þeir í Rockstar ekki viljað segja.

Maðurinn á bakvið röddina á aðalgaurnum í leiknum er Ray Liotta. Ray Liotta er frægur Hollywood leikari sem lék meðal annars í Goodfellas. En GTA: vice city er einmitt í anda myndanna Goodfellas og Scarface þar sem mennirnir á bakvið leikinn eru miklir aðdáendur þeirra mynda. Margir elementar úr myndunum eru í leiknum.

Við getum sagt bæ við ljótu kallana með “göt” í mögunum úr GTA3 og sagt hæ við ötrúlegann fjölda af vel gerðu fólki í GTA: vice city. Þar á meðal línuskauta konur í bikini…..

Grafíkinn hefur verið bætt rosalega og eru margir hlutir sem þóttu nokkuð ljótir í GTA3 verið bættir eins og vatnið sem hefur tekið mjög miklum breytingum til góða.

Leikurinn kemur líklega seint í október og eru margir (þar á meðal ég) að deyja úr spenningi! Nú er það bara að bíða!!!