Já ég er viss um að margir eru að velta því fyrir sér hvað barnalæsing tengist leikjatölvum svarið við því er einfalt … SAVES. Já það vill koma fyrir að einhver lítill óviti eða já, það kemur fyrir stór(fullorðinn) óviti fikti í tölvunni á meðan þú ert ekki heima. Svo þegar þú kemur heim og ætlar (tökum mig sem dæmi) í Super Smash Bros. Melee. Svo þegar þú ferð í leikinn og ætlar að nota uppáhalds leyni characterinn þinn þá er hann ásamt öllum bikurunum horfinn. Þú verður alveg klikk og spyrð “hver fiktaði í tölvunni minni” og þá er svarað “ég” þú þekkir röddina … þetta er pabbi þinn. Þú ferð í afneitun og segir “jæja það verður bara gaman að vinna leikinn aftur,” en þú veist það vel að þú ert bara að segja þetta af því þú ert í afneitun.


Þetta er semsagt það sem kom fyrir mig er það ástæðan fyrir því
að ég byrjaði að hugsa um leið til að enginn myndi fikta í MC mínu
og þegar mér datt þetta í hug“hmm ég get alltaf tekið memory cardið með mér þegar ég fer í burtu” strax fékk ég mótsvarið við því “en ef ég dett og brýt memory cardið” þá fór ég að hugsa dýpra. Þá fékk ég þessa flugu í kollinn BARNALÆSING auðvitað það yrði bara lykilorð á memory cardinu sem myndi læsa því þannig að það væri sérstakt lykilorð til að save'a, sérstakt til að load'a og sérstakt til að delete'a með þessu móti er MC örrugt fyrir litlum sem stórum tölvuóvitum.


Núna vill ég fá ykkar álit á þessu og þið getið líka sagt ef einhver hefur delete'að eða save'að yfir hjá ykkur.