Sælt veri fólkið….

Ég ætla að skrifa til ykkar áhugafólks um Leikjatölvur (PS2 og Xbox sérstaklega, NGC virðist á lífi) og vona að þið farið að vakna til lífsins í greinaskrifum! Takið eftir, þetta er ekki skrifað til að vera leiðinlegur, heldur til að fá ykkur til að skrifa um ykkar áhugamál! Ég vona að þessi “leiðindargrein” mín fái ykkur til að skrifa um það sem ykkur langar til og gera það skemmtilega…

Ég hef tekið eftir því undanfarið að fólk er farið að kvarta yfir því hve mikið sé skrifað um GameCube og GameCube leiki. Ég vil engan vegin vera með leiðindi til PS2 eða Xbox áhugafólks en svo virðist vera sem áhugafólk um NGC sé einhverra hluta virkara þessar vikurnar og dagana. En mig langar að vita af hverju? Það er fullt af góðum leikjum á leiðinni í bæði PS2 og Xbox. Svo að af hverju skrifið þið ekki? Ég er að vona að þið takið ykkur á og skrifið um það sem þið hafið áhuga á. NGC áhugamenn bera ekki ábyrgð á því sem skrifað er um PS2 eða Xbox, þeir skrifa um það sem þeim finnst. Eins og þið sjáið þá er ekki endilega skrifað um leiki sem eru komnir út. Það eru til svokölluð PREVIEWS! Þið getið skrifað um leik sem langt er í og greinin gæti eingöngu verið byggð á litlum upplýsingum um söguþráð, myndum, videos eða þá að þið hafið prófað viðkomandi leik á t.d E3. Þetta þarf ekki að vera útkominn leikur, bara ykkar væntingar og það sem þið vitið um leikinn. Einnig getið þið skrifað um leik sem þið eigið, þarf ekki að vera nýr endilega. Gætuð líka skrifað um demo sem þið hafið prófað (enn og aftur á t.d E3) og kallað það Hands-On-Impressions. Það er margt hægt að gera gott fólk! Bara skalla vegg og vekja ímyndunaraflið…

Ég er nýr admin og er svolítið kröfuharður á greinar, þið afsakið það. Ég vil ekki stuttar né illa skrifaðar greinar. Einnig vil ég taka fram að copy/paste greinar (eftir einhvern annan og án samþykkis) eru auðvitað ekki góð skrif. Reynið að skrifa þetta á skemmtilegan máta, ekki reyna að líta út fyrir að vera prófessorar í “Leikjatölvufræði 5036”, segið ykkar álit og skrifið ykkar grein eins og þið viljið segja hana. Ekki halda að þið fáið greinina ekki samþykkta ef hún er stutt, hún getur verið “stutt” (meira en 10 línur takk fyrir!!) en þykk af upplýsingum. Ég endurtek, ég vil ekki STUTTAR greinar. Þá á ég við 5-10 línur. Það er engan vegin áhugi í mér að samþykkja þesskonar skrif sem grein. Beinustu leið á korkana! Reynið líka að nota línubil og enda setningar á punktum og hafa stóra stafi í byrjun setninga. Það er fátt leiðinlegra en að reyna að lesa grein sem er í einni runu og engin greining á setningum. Ekki skrifa eina lína í hverri málsgrein heldur hafið hæfilegt magn. Einnig er hægt að skipta málsgreinum niður eftir atriðum, t.d í leikspilun, grafík, hljóð og “outlook” ef um er að ræða leikjarýni eða preview.


Endilega reynið að spinna smá húmor inní skrifin ykkar og koma hlutum frá ykkur á skemmtilegan hátt. Ekki bara þurrt og ópersónulegt efni sem gleymist um leið og setningin er búin. Sjáið fyrir ykkur leikinn sem dæmi sem þið eruð að skrifa um og ímyndið ykkur skemmtunina bakvið leikinn. Þannig er hægt að sjá fyrir sér alls kyns skrifefni og spinna inn í greinina. Það gerir greinina semsagt persónulegri og skemmtilegri. Skiljiði mig? Þetta er allt spurning um að skrifa þetta á sama máta og þið upplifið þetta! Sem dæmi er hægt að lýsa fyrri reynslu af fyrirrennara ákveðins leik og reyna að ímynda sér “scenario” þannig.

Aftur vil ég koma að þessu með kvartanir um að GameCube fái alla athygli þeirra sem skrifa greinar. Það er ekki rétt! Þeir sem skrifa greinar eru að skrifa um það sem ÞEIR/ÞÆR hafa áhuga á. Þessa stundina eru GameCube greinar í meirihluta og er það að mínu mati vegna þess að áhuginn hjá NGC eigendum / væntanlegum eigendum virðist vera meiri en hjá eigendum / væntanlegum eigendum PS2 og Xbox. Ekki veit ég af hverju en svona er þetta og þess vegna er ég að skrifa þessa grein. Ég vil líf hingað! Ég er mikill Nintendo fan og ég viðurkenni það fúslega, en sem admin vil ég fá fleiri greinar og meira líf á þetta áhugamál! Ég tek það fram að ALLIR geta sent inn grein um hvað sem er og hvenær sem er. Það eru engvir 2-3 sem senda inn greinarnar og eru að einoka greinaskrifin. Alls ekki, þetta er frjálst allt saman og þá er bara málið að setjast við tövuna og skrifa almennilega grein! Ekki grein sem inniheldur minna magn af upplýsingum en mjólkurfernan í ískápnum. Ég held að allir adminar á þessu áhugamáli vilji almennilega grein og það þarf fleiri Xbox og PS2 greinar. Fólk sem skrifar um GameCube er að skrifa um sitt áhugamál, svo að hvar eru þið hin? Það hafa auðvitað komið inn nýlega PS2 greinar og Xbox greinar en það er langt á milli þeirra. Sérstaklega Xbox greinar. En af hverju? Er ekki eitthvað af Xbox aðdáendum hérna?

Ekki vil ég lofa ykkur því að þó þið skrifið grein að þið fáið góð viðbrögð við henni. Það sem fólk segir í svörum sínum er á þeirra ábyrgð en ekki okkar (admins). Auðvitað eyðum við út svörum ef það verður of persónulegt eða mikið um munnsöfnuð. Fólk svarar með sínu áliti en ekki endilega því sem þið viljið heyra. Svo að ekki láta það stoppa ykkur í skrifum, svarið bara á móti og reynið að koma ykkar skoðunum á framfæri. Passið bara upp á að hafa þetta innan ákveðinna marka. Ekkert skítkast á persónuna sjálfa, hvort sem er greinahöfund eða þann sem svarar grein. Reynið að tjá ykkar álit á málefnalegan máta, og eins og ég sagði, reynið að spinna smá húmor inní greinar sem og svör við greinum. Þetta er ekki endilega bara til þeirra sem skrifa greinar, heldur einnig þeirra sem svara! Ég vil minnast á það að góðri grein er yfirleitt vel tekið og fær góð svör. Nema að einstaka sinnum eru einstaklingar sem annað hvort eru á móti efni greinarinnar og segja sína skoðun á sinn máta. Sumir mættu taka sig á í stafsetningunni og passa orðbragðið!

Ekki kvarta um hluti sem eru í raun ekki kvörtunarefni (ATH: ekki leiðindi). Það rignir ekki greinum og hvað þá að þær birtist bara allt í einu. Þið verðið að skrifa þær. NGC áhugafólk skrifar um NGC, PS2 áhugafólk um PS2 og Xbox áhugafólk um Xbox. Þetta verður ekki einfaldara. Ég efast um að þeir sem eru t.d die hard Xbox áhugamenn nenni að skrifa um segjum Ratchet & Clank. Hvað nenna þá PS2 áhugamenn að skrifa um t.d Mario. Eða þá NGC áhugamenn að skrifa um Halo. Þetta segir sig sjálft og þið hljótið að sjá hver sökudólgurinn er. Við öll! Einnig getiði skrifað um leiki sem koma á allar vélarnar eins og hefur verið gert nú þegar (Turok: Evolution og Need For Speed: Hot Pursuit 2), í þeim greinum sjáið þið að það er hægt að skrifa um multi-system leiki á skemmtilegan máta. Enginn metingur og ekkert bash. Endilega skrifiði um það sem þið viljið, exclusive leikir eða multi-system leiki. Við höfum öll gaman af góðri lesningu…


Vaknið til lífsins og gerum þetta áhugamál að skemmtilegu og líflegu Leikjatölvuáhugamáli!

Með von um góð skrif og skemmtilegar greinar,

jonkorn
Þetta er undirskrift