Metroid Prime Preview Ég ætla að skrifa örlítið um þann leik sem ég bíð hvað spenntastur eftir, Metroid Prime í Nintendo Gamecube. Þetta er svona smá sem ég vil deila með ykkur um þetta meistaraverk Nintendo og Retro Studios. She is back!

Ef einhver af ykkur spilaði NES eða SNES í gamla daga þá er nokkuð ljóst að þið þekkið Metroid leikina. Þeir slógu í gegn á sínum tíma, þó sérstaklega Super Metroid. Samus Aran, ofurgellan í járnhlunkagallanum er mætt aftur á svæðið og meira pirruð út í geimverur en áður fyrr. Jéss!

Einhvern tíman fyrir langa löngu heyrðist orðrómur um að Metroid væri í framleiðslu fyrir Nintendo 64. En eins og mýflugurnar þá dó hann fljótlega. Þ.e orðrómurinn. Nintendo hins vegar ákváðu að gefa Samus nýtt líf með því að gera eitt stykki Metroid leik á nýju vélina sína, GameCube. Þeir leituðu að kompaníi til þess að gera þetta rétt og leitin tók smá tíma. Loks komu nokkrir einstaklingar frá Ameríku og kalla þeir fyrirtæki sitt Retro Studios. Þeim tókst að sannfæra Miyamoto og Yamauchi, the Kings themselves, að þeir gætu gert Samus að velútlítandi og velspilandi karakter…í first-person “skotleik”.

“WOW!” sagði leikjaheimurinn og pressan sem og áhangendur Metroid leikjanna voru ekki á eitt sannfærðir að Retro væru að gera rétt með því að hafa hann FPS leik en svo fóru að birtast stutt video úr honum sem og stillmyndir. Fólk fór nú aðeins meira að trúa á Retro en samt voru efasemdamenn þarna úti sem neituðu að trúa því að þetta gæti gengið upp, enda vildu flestir hafa Samus í third-person. En mánuðir liðu og Xbox kom út. Halo fékk rosalegar viðtökur og fólk var sammála um það að þarna var kominn flottasti skotleikurinn í dag og að Metroid gæti varla átt möguleika í titilinn “Besti FPS leikurinn”. Er EITTHVAÐ líkt með Metroid Prime og Halo? Nei í raun ekki, fyrir utan nokkur atriði. First-person. Guns. Killing…Bíðum nú við athugum þetta aðeins…

Metroid Prime er ekki venjulegur FPS leikur. Hann er afbrigði af FPS leikjum, svokallað FPA leikur. Eða First-person-Adventurer. Hvað er það? Málið er að leikurinn er víst meira exploration leikur heldur en, skjóta, sprengja og svo hlaupa eins og andskotinn áður en helv.. húsið hrynur. Nei hérna þarf maður að nota Visors til að rannsaka umhverfi, fá upplýsingar um óvini og hluti, sprengja upp hurðir til að getað rúllað sér í gegn og svo framvegis. Þetta er s.s örlítið meira en “just another FPS game”. Það eru 4 Visors í leiknum. Ég man nú bara hvað 3 þeirra eru en þeir eru: Thermal-Visor sem getur greint óvini bakvið veggi, X-Ray Visor sem segir sig sjálft, og svo er einn Visor sem gefur upplýsingar um óvini, hluti og einkenni í umhverfi. Fjórða Visornum hefur verið haldið leyndum enn sem komið er. Einnig er mjög flott að sjá hvernig Visor-arnir eru á skjánum. Maður s.s sér í gegnum hjálminn hennar Samus. Maður sér útlínur hjálmsins og allar upplýsingar birtast á hjálminum hennar. Alveg eins og á sjónvarpi :) Nema bara miklu flottara! Hehe. Einnig slettast “blóð”slettur á hjálminn hennar og leka af. Vatn gusast á hana og lekur realistically niður. Svo er það mitt uppáhalds: ef eitthvað springur í nágrenni við Samus þá sést andlit hennar glampa í hjálminum! Ekki bara stillmynd heldur lítur hún undan með lokuð augu, þetta gerist á c.a sekúndu ofcourse :)

Eins og í gömlu Metroid leikjunum þá rúllar Samus sér um gólf í kúlu sem hún morphar sér í. Retro Studios tóku sér víst eina 6 mánuði í það eitt að teikna upp þetta morph, úr kúlunni yfir i Full-body og öfugt. Þegar maður fer úr kúlunni þá rís Samus upp og myndavélin smýgur inní hausinn á henni. Nintendo vildu að þeir gerðu þetta trúanlegt. Tja, þetta lítur mjög vel út! Samus notar þessa aðferð til að rúlla sér í gegnum göng til að komast áfram í heimi geimkvikinda. Hún opnar yfirleitt þessi göng með sprengju sem hún getur kastað frá sér þegar hún er í ball-form. Einnig “hoppar” hún upp við þessar sprengjur þannig að göng sem eru í hærri hæð eru ekki endilega ónýtanleg!

Umhverfið í Metroid Prime er eitthvað það líflegasta og flottasta sem ég hef augum mínum litið! Ég eignaðist DVD disk úr NGC Magazine um daginn og þar var video úr leiknum. Umhverfið er t.d sjóðandi heitt ryðgað stál, klettar sem eru þaktir snjó og klaka, einskonar fornar rústir, klettagarðar og fleira. Það er fullt að gerast í umhverfinu. Hlutir að færast úr stað. Neistaflug úr lyftugöngum. Steinar hrynja og margt margt fleira. Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Einnig vil ég bara segja að þetta er allt svo kristaltært. Dýptin er ótrúleg og magnið af dóti sem er að gerast á skjánum í einu er ótrúlegt. Visor-arnir á fullu að gefa þér info um óvin eða hlut, óvinur að hlaupa í kringum þig, þú að blasta á kvikindið, neistaflug úr brakandi stáli, vatn að gusast um allt, splatter úr geimkvikndum og endalaust meira. Þú verður bara að sjá þetta lesandi góður!

Með byssurnar sem Samus er með, þá er hún með eina byssu fasta við hendina á sér en hún morphar úr einni yfir í aðra, s.s þetta er eiginlega alltaf sama byssan en er bara breytanleg. Byssu effectar eru mjög flottir og sérstaklega ein byssan, laserinn. Úff. Það er beauty! Eitt sniðugt sem í sjálfu sér snertið gameplay ekki neitt, heldur frekar detail, er hvernig Samus notar vinstri hendina til að styðja við hægri hendina, þ.e byssuna. Hún er ekki alltaf með höndina á byssunni auðvitað.

Í leiknum er svokallað automatic-target. S.s þegar þú zoomar á geimkvikndi og færð upplýsingar um það, þ.e hvað þetta er og veika punkta, þá sjálfkrafa læsist myndavélin á kvikindinu. En það segir ekki að þú hittir alltaf í hverju einasta skoti. Því geimverurnar þær hlaupa um allt, verja sig með þykkum skyldi sýnum og beygja sig niður. Þetta bara aðeins hjálpar til. Margir hafa kvartað undan þessu en þeir sem hafa spilað leikinn segja þetta vera lítils háttar vandamál. Leikurinn sé of góður til að láta þetta pirra sig…

Einnig vil ég taka fram að það er enginn multiplayer fídus í leiknum. Þetta er svona adventure-explorer-shooter og fannst Nintendo ekki þörf á multiplayer. Metroid og Samus geta lifað á Multiplayer og ég er sammála því. Multiplayer er ekki nauðsýn þó svo að það geti verið skemmtilegt að hafa það sem auga möguleika. Leikurinn er ekki stuttur svo að þetta háir honum ekki hvað varðar endingartíma. Ég hef heyrt um 30-50 klukkustunda leiktíma en ekkert hefur verið staðfest.

Margir tölvuleikjagúrúar úti sem hafa PRÓFAÐ leikinn og hafa verið með efasemdir segja að þetta sé sterkt efni í leik ársins, ef ekki leikur ársins. Leikspilun og útlit leiksins er alveg eins og þeir höfðu óskað sér. Andi gömlu leikjanna er ríkjandi þarna og höfðu Nintendo greinilega rétt fyrir sér varðandi val á framleiðanda! Einnig er “touch of Nintendo” greinilegt þarna, enda er Retro Studios núna í hlutaeign Nintendo og auðvitað eiga Nintendo þennan leik, enda Nintendo nafn og karakter.

Leikurinn á að koma út í Evrópu í janúar á næsta ári en möguleiki er á jólaútgáfu! Fingers crossed!

Sýnt verður úr þessum leik í GameTíví í kvöld, þriðjudaginn 13. ágúst. Hann er einnig endursýndur að mig minnir á föstudögum og laugardögum. Fylgist með!
Þetta er undirskrift