Það er alltof algengur misskilningur að leikjatölvur virki eins og PC tölvur, það er að segja að tölvan sem sé öflugri sé einfaldlega betri. Frá mínu sjónarhorni (og örugglega anarra líka) þá eru það leikirnir sem búa til tölvuna (sagt þetta nokkrum sinnum áður:D). Þ.e.a.s tölvan sem er með betri leikina ætti að vinna stríðið. Nú á dögum er það því miður bara ekki nóg sem dæmi tek ég N64 og Dreamcast báðar voru þær með gríðarlega góða og vel gerða leiki t.d Zelda, Goldeneye, Sonic Adventure, Nba2k,(2k1,2k2),Perfect Dark, Power Stone 1-2…..og listinn heldur áfram. Með þessu er ég samt ekki að segja að Psx eigi ekki gæðaleiki þvert á móti þeir eru einnig margir. Ég er bara að segja að bæði N64 og Dreamcast voru öflugri en Playstation og hún sópaði gólfið með þeim (því miður Sega hættir að gera tölvur og svona). Núna er annað stríð með nýrri Playstation, Gamecube og Xbox (hrollur). Ég held að Sony eigi eftir að standa sem sigurvegari. En þið?
!shamoa maaphukka!