Ágætis orð til að byrja þessa grein á…

En það sem ég ætla að skrifa um eru fjarstýringar á núverandi leikjatölvur. Þ.e GameCube, Playstation 2 og Xbox. Ég ætla ekkert að vera að því að skafa utan af mínu áliti svo að ekki taka þetta neitt persónulega :)

Nintendo GameCube:
Okei ég er MJÖG hrifinn af þessu dóti. Já þetta er fjólublátt eða svart, fer eftir því hvað þú valdir, og þetta er með litríka takka. En þetta ER EKKI FISHER PRICE! eins og margir vilja halda fram. Damn fools! Það sem er æðislegt við GC controllerinn er fílíngurinn. Þetta dettur í lófana á manni og er þar án þess að maður finni fyrir því, sem er snilld. Armarnir eru í réttum gráðum og falla vel í lófa. Takkarnir eru mjög vel staðsettir að undanskildum einum takka sem getur tekið tíma að venjast, Z. Z er við hliðina á R og getur því verið ruglandi að “finna” hann. En það er svo margt meira sem er GOTT. A er t.d sá sem er leiðandi og hvílir þumallinn oftast á honum og innan seilingar eru B, X og Y sem og C sem er oft notaður í camera view. D-pad er á ágætis stað og virkar vel. Venjulegur D-pad bara. R og L eru hrein snilld! Pressure sensitive takkar með 256 þrepa nákvæmni. Það er í lagi! Einnig eru “hidden” takkar undir R og L, þ.e ef þú lætur þá alveg niður og þeir klikka, þá getur þetta virkað sem aðrir takkar eða framlenging af takka, eins og í Star Wars: Rogue Leader. Stýripinninn sjálfur er mjög þægilegur, mjúkur og þægilegur í hreyfingu. Snúran mætti vera lengri! Það er innbyggt rumble í GC controllerinn, ólíkt N64.

Plúsar: Góð hönnun, fellur vel í lófa, takkar á réttum stað, B, X og Y eru skemmtilega staðsettir eða í kringum A, R og L eru mjög vel heppnaðir, góður C takki og góður Analog pinni, innbyggt rumble

Mínusar: getur verið erfitt að venjast Z takkanum, furðulega staðsettur í fyrstu en hann venst fyrr eða síðar. Snúran frekar stutt en í lagi.

Einkunn: 9.5


Playstation 2:
Dual Shock 2 er mjög góður. Þægilegt rubber feel á analogunum tveimur og þeir eru þægilega hreyfanlegir. Það sem böggaði mig í fyrstu var að takkarnir voru merktir með kassa, hring, X og þríhyrningi og þess vegna var ég alltaf að kíkja niður til að leita að ákveðnum takka. Og þetta já, böggaði mig. Einnig var ég oft að rugla saman R1 og R2 en það voru bara byrjenda mistök. En þeir eru samt skilgreindir með stærðum, R2 er t.d sverari en R1. Armarnir finnst mér líka aðeins og stuttir, á það til að verða svolítið lófasveittur. Gráðurnar á örmunum eru ekki alveg réttar finnst mér. Ég er kannski bara með svona asnalegar hendur :) En takkarnir svara vel og eru allir innan seilingar. D-pad er responsive og virkar vel. Það er einnig mjög þægilegt að getað svissað á milli D-pad og Analog í leikjum bara með einum takka. Einnig eru takkarnir 4 pressure sensitive. Ekki eins nákvæmir og R og L á NGC en þeir eru góðir, góðir t.d í bílaleikjum sem bremsa og bensín. Snúran er einnig þægilega löng. Einnig er innbyggt rumble hérna.

Plúsar: Allir takkar innan seilingar, þægilegir analog pinnar, D-pad virkar vel, pressure sensitive takkar, fjöldi af shoulder tökkum, snúran þægilega löng, hægt að svissa milli Analog og D-pad

Gallar: merking á tökkum (fyrir byrjendur), R og L takkarnir stundum soldið crowded (venst), armarnir aðeins of stuttir og ekki alveg í réttum gráum fyrir mínar hendur

Einkunn: 9.0


Xbox:
Til að byrja með vil ég taka það strax fram að ég hef ekki spilað mikið leiki í Xbox, en eitthvað. Okei, first off þá finnst mér orginallinn aðeins og bulky. Mér fannst frekar óþægilegt að ná til svarta og hvíta takkans þarna uppi og einnig fannst mér lituðu takkarnir eitthvað óþægilegir, gæti verið útaf því þeir eru soldið kúlulaga. Analoginn virkaði fínt og var þægilegur að því leitinu en fannst hann soldið furðulega staðsettur, þ.e þessi hægra megin. Sama á við um D-pad (sem er vinstra megin), finnst þeir vera svo furðulega staðsettir þessir tveir. Mér fannst ég alltaf þurfa að breyta gripinu á controllernum til að ná ALMENNILEGA til þessara tveggja. Það er kannski bara ég. Persónulega finnst mér armarnir ekki þægilegir. Now that´s clear! Takkarnir sem eru niðri, líklega Start og Back (man ekki) eru líka á furðulegum stað að mínu mati. Aðal-analoginn sem er vinstra megin er góður og betur staðsettur en sá sem er vinstra megin. Shoulder takkarnir voru svolítið “langt niðri” fannst mér, þ.e controllerinn er soldið þykkur og því mikið að grípa í, ef þið skilið mig. En jú þetta er bara mitt álit. Einnig fannst mér snúran ágætlega löng en ég pældi lítið í því. R og L eru pressure sensitive eins og í GC og PS2, sem og aðaltakkarnir sex. Innbyggt rumble með tveim rumble motors (þessir kanar). Controller S er þó mun skárri! en ég ætla ekki að fjalla um S hérna því þá þyrfti ég að fjalla um WaveBird og bla bla. Get it?

Plúsar: Ágætlega þægilegir Analog takkar, lituðu takkarnir ágætlega staðsettir, snúran virkaði ágætlega löng, aðaltakkar og R og L eru pressure sensitive

Mínusar: OF STÓR, mér fannst armarnir of breiðir og frekar óþægilegir, erfitt að finna takka til að byrja með er mér sagt en mér tókst ekki að venjast því (spilaði eins og ég sagði ekki mjög mikið), mér fannst frekar langt í R og L, ball shape buttons :Þ

Einkunn: 8.0




Svo að mitt álit á þessu er að GameCube fjarstýringin er þægilegust og skemmtilegust. Close behind er PS2 en samt ekki vegna þess mér finnst armarnir á PS2 ekki alveg réttir. Xbox finnst mér ekki nógu góð en Controller S er þó skref í réttari átt.

1: GameCube
2: PS2
3: Xbox


ATH: Þetta hefur ekkert með mína dýrkun á Nintendo að gera, eða ekkert rosalega mikið hehe :) En þetta er bara mitt álit á þægindum og aðgengileika. Vona að þið skiljið mig :) Endilega komið með ykkar álit og skammir :) Ég tek það aftur fram að mitt álit á Xbox fjarstýringunni byggist á c.a 3 klukkutíma prófun svo að mitt álit á henni er ekki alveg sambærilegt við það sem ég hef af PS2 og GC, thank you.
Þetta er undirskrift