Þetta fæ ég reglulega að heyra frá henni móður minni. Að hennar mati eru leikir og leikjatölvur bara fyrir börn. Ekkert annað.

Allt frá því ég var krakki hef ég leikið mér í þessum leikjatölvum. Ég hef alltaf átt mér þetta sem, tja, aðaláhugamál. En einhverra hluta vegna fær maður ekki að hafa þetta í friði þegar maður eldist. Mamma telur þetta barnalegt og merki um óþroska. Sennilega. Veit ekki. Erum við ekki öll börn inn í okkur? Henni finnst leikur bara leikur. Ef ég segist ætla að kaupa mér leik á næstunni þá kemur “áttu ekki nóg af leikjum?” Þessi spurning fer alveg í mínar fínustu. Jú okei ég á slatta af leikjum. SO WHAT?! Það er ekki eins og ég hafi ekki klárað þá flesta, eða einfaldlega fengið leið á þeim. Grrr… Þetta er eins með nokkra ættingja. Sumir eru alveg rosalega matured og segja “ætlarðu ekki að fara að vaxa uppúr þessum barnastælum”. Af hverju í andsk…fæ ég ekki að eiga þetta áhugamál í friði?

Fólk virðist ekki fatta að með árum, reynslu, tækni og snilligáfu framleiðenda þá verður þetta alltaf nýtt og nýtt. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í leikjaheiminum. Reyndar af og til gúrkutíð eins og gengur og gerist. En með nýrri kynslóð leikjatölva kemur ný kynslóð leikja. That´s when I´m esxcited! Og það er líka þá sem móðir mín fer að pirra mig með allskyns commentum um minn andlega þroska. Hmmm… Kannski ég fari aftur í leikskólann mamma.

Það sem ég er að reyna að segja er að við höfum öll okkar áhugamál og leyfið okkur bara að hafa leikjatölvur og leiki sem okkar áhugamál. Þetta er til þeirra sem líta á þetta áhugamál eins og það að við séum þroskaheft. Sama hversu marga leiki eða tölvur maður á, þá vill maður alltaf meira. Þetta er eins og með mörg önnur áhugamál. Áhuginn dregur mann áfram. Og HVAÐ með það? Fólk segir að leikir kosti svo mikið og að leikjatölvur séu of margar og komi of oft. Eh…first off. Fyrir ykkur sem reykja…reiknið aðeins kostnaðinn við að reykja einn pakka á dag, margfaldið það með mánuði og svo á ári og reiknið svo hvað leikir kosta á mánuði og ári. Dumbasses. Svo með magnið af leikjatölvum og hvað þær koma oft? HA?! Þær eru 3 núna. Og það kemur ný kynslóð með c.a 5 ára millibili. ER ÞAÐ OFT?! Mér finnst það ekki. Mér finnst það passlegt.

En hvað varðar óþroskann þá skil ég ekki eitt. Þetta fólk sem kallar okkur óþroskuð stór börn með risastórar hringlur (fjarstýringar) það ætti ekki að segja mikið. Vegna þess að flest af þessu fólki segir oftast “vá rosalega er þetta farið að verða flott” þegar það lítur á nútíma leiki. Oft sest þetta fólk niður og horfir og af og til kemur upp glott sem segir greinilega “ah mig langar svolítið” og svo kemur “er þetta ekkert mál að stjórna þessu?” og svo horfir fólkið á skjáinn í smá stund og svo kemur gullmolinn “má ég prófa?”. Þetta er nefnilega það sem mér finnst fyndnast! Þeir sömu og gagnrýna þetta áhugamál mitt hafa ALLTAF beðið um að fá að prófa leiki hjá mér. Einhverra hluta vegna þá getur þetta fólk ekki neitað barninu í sér að leika sér aðeins. Það er merkilegt!

Málið er nefnilega að þetta fólk telur sig vera of þroskað og of gáfað fyrir svona barnaleikföng en svo þegar setist er niður og horft er…

þá taka “börnin” við og leika sér…með risastóru “hringlurnar”
Þetta er undirskrift