Fyrsta leikjatalvan sem ég átti var playstation 1, Og fyrsti leikurinn sem ég fékk mér í hana var Resident evil 2. Ég féll fyrir honum um leið hann var svo hræðilegur að ég skalf allann daginn eftir að hafa spilað hann! Eftir að eg hafði klárað: “Leon a”, “Leon b”, “claire a” og “claire b” (nokkuð gott hjá 10 ára gutta ekki satt?) komst eg af því að eg hafði spilað hvern einasta “gameplay dropa” úr honum og þá var það bara að bíða eftir Resident evil 3: Nemesis.

3 reyndist vera sá besti! alveg ótrúlegur maður gat ekki setið kjurr í sætinu af ótta við að Nemesis myndi brjótast í gegnum næsta vegg og kremja á manni höfuðkúpuna! Hann entist þó ekki eins lengi og re:2 því maður gat bara verið jill og klárað hann á einn vegu. Þá kom langt hlé á resident evil þar sem code veronica kom ekki fyrir ps1 varð eg að bíða eftir að fá ps2 og hann að koma á hana. Svo loksins þegar hann kom þá spilaði ég hann daginn út og daginn inn þar til ég kláraði hann á mettíma. Hann var lengstur, með svölum Matrix “effectum”, maður gat haft 2 byssur í einu þó vantaði hrillinginn sem var í 2 og 3.

En á milli nokkra re leikja komu þessi gun surviror leikir sem eru HRÆÐILEGT DRASL! Sá nýji gerist á sömu eyju og code veronica en samt er nemesis þar!!!

Þið hafið líklega tekið eftir því að ég hef ekki minnst einu orði á resident evil 1 en ég fékk aldrei tækifæri til að klára hann. Og það er þar sem gamecube kemur inn! það á að endurgera alla resident evil leikina og gefa út resident evil: zero sem kynntur var á e3 og sögðu margar síður að hann væri “the best looking game ever!”. og resident evil 4 sem hefur ekkert verið kynntur enn.

En ég veit að ég mun fá mér gamecube í næsta mánuði út af einni ástæðu RESIDENT EVIL!