Saga Nintendo <B> Byrjunin </b>

Flestir huganotendur ættu að kannast við leikjafyrirtækið Nintendo.
Flestum dettur líklega Mario eða Zelda í hug þegar þeir heyra nafn
þess getið. En Nintendo hefur ekki alltaf verið þetta stórfyrirtæki
sem það er í dag. Árið 1889 stofnaði Fusajiro Yamauchi
smáfyrirtækið Nintendo Koppai í Kyoto. Hann hannaði sérstakt spil
sem seinna var kallað Hanafunda. Hann hafði engan sérstakan búnað á
staðnum þannig að hann þurfti að treysta á hendurnar. Spilið var nú
ekkert sérstaklega vinsælt og seldist ekki vel fyrr en að japanska
mafían, Yakuza hóf að nota það í fjárhættuspilum. Eftir það voru
kröfurnar orðnar meiri og Fusajiro réð nokkra menn til að
fjöldaframleiða spilið. Árið 1907 stækkar fyrirtækið gífurlega og
verður fyrsta japanska fyrirtækið til að selja vestræn spil gegn
hagnaði í Japan. Nintendo hóf að dreyfa Hanafunda í verslunum í
Japan sem jók vinsældir þess gífurlega. Fusjiro hættir á
kreppuárunum og Sekiryo Kaneda tengdarsonur hans tekur við. Hann
gerði samninga við nokkur fyrirtæki og fær t.d Marufuku Co. til að
dreyfa spilunum. En það dróg svo sannarlega til tíðinda árið 1949
þegar að hinn ungi <B>Hiroshi Yamauchi</b> varð forstjóri
fyrirtækisins sem langafi hans hafði stofnað. Faðir hans hafði
yfirgefið hann og móður sína þegar hann var aðeins 5 ára gamall.
Það fyrsta sem hann gerði var að reka alla yfirmennina því hann
taldi sig hafa það á hreinu að hann væri ekki velkominn á staðnum.
Ekki löngu síðar flutti hann höfuðstöðvar fyrirtækisins í nýrra og
betra húsnæði og gerði Nintendo að hlutafélagi. Árið 1959 fær hann
leyfi frá Disney til að hanna spil með Disney karekturum. Eftir að
þessu samningur var undirritaður gat Nintendo selt vel yfir 600.000
eintök á ári. Nafninu á fyrirtækinu var breytt í það sama og í dag,
Nintendo Co. Ltd.
Þeir hófu rekstur á ýmsum vörum og seldu núna bæði leikföng og
borðspil. Þeir hófu og hættu rekstri á rísgrjónum og leigubílum
enda var það ekki hagkvæmt. Skömmu síðar opnuðu þeir ástarhótel.
Hiroshi sjálfur var tíður gestur á þessu hóteli þrátt fyrir að vera
giftur. Hótelinu var seinna lokað.
Fyrsta leikjadeild Nintendo var síðan stofnuð árið 1969 í Uji.
<B>Gunpie Yokoi</B> er ráðinn og látinn hanna sérstakt leikfang
fyrir hátíðarnar. Útkoman var Ultrahand sem var einskonar rafræn
framlenging á hendina. Yfir 1.000.000 eintök seldust. Mörg leikföng
fylgdu í kjölfarið t.d “Lovetester” og “Laser Clay Ranges”.
Yamauchi einbeitti sér nú að nýjum markaði. Hann fylgdist glögglega
með markaði spilakassa sem hafði stækkað gífurlega.
Hann rannsakaði bandaríska tölvuleikjamarkaðinn á blómaskeiði Atari
og Magnavox.
Hann ákvað að hefja samstarf við Mitsubishi og saman ætluðu þeir að
hanna sína eigin leikjatölvu.
Hún átti að heita Color TV Game 6 og spilaði 6 mismunandi leiki.
Seinna seldu þeir Color TV Game 15 sem fékk ágætis viðtökur.<B>
Sama ár byrjaði hinn ungi Shigeru Miyamoto að vinna fyrir Nintendo
</B>. Gunpie sá um hann og kenndi honum grundvöllinn. Gunpie
byrjaði síðan að vinna á nýju verkefni sem gekk undur nafninu Game
and Watch sem var lítið tölvuspil með klukku. Vélin fékk
gríðarlegar viðtökur í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum.

<b> Nintendo snýr sér að tölvuleikjum </b>

Árið 1980 fékk nýliðinn Miyamoto leyfi til að klára misheppnaðan
“shoot em up” leik. Hann hætti við verkefnið og ætlaði sér að búa
til nýjan leik frá grunni. King Kong átti leikurinn að heita. En
Universal voru frekir og vildu ekki deila nafnréttindunum (Sem þeir
áttu aldrei) og því var nafni á leiksins breytt í <B>“Donkey
Kong”</b>. Leikurinn fjallaði samnefnda górillu sem stelur kærustu
óvinar síns. Óvinurinn sem seinna hlaut nafnið <B>Mario</b> var
fyrrverandi eigandi Donkey Kong en hann kom illa fram við hann.
Margir starfsmenn Nintendo höfðu enga trú á þessum leik og litu á
hann sem fyrsta leikjaflopp fyrirtækisins. Það kom þeim svo
skemmtilega á óvart að hann varð mest seldi spilakassaleikurinn
þetta árið og 65.000 eintök seldust í BNA. Einn starfsmaður varð
svo reiður að hann sagði bara einfaldlega upp.
Núna eftir þessa velgengni vildi Yamauchi ryðja sér inn á
alþjóðlegan markað og slá út alla hina keppinautana. Hann stofnaði
fjórar tölvuleikjadeildir innan fyrirtækisins, R&D1, R&D2, R&D3 og
R&D4. R&D1 var deild undir stjórn Gunpei Yokoi, R&D2 var stjórnuð
af Masayuki Uemura en þeir sáu um vélbúnaðinn, R&D3 sem Genyo
Takeda stjórnaði sá um hugbúnað og einnig vélbúnað og síðan R&D$
sem nýliðinn Shigeru Miyamoto sá um. R&D1 og R&D4 einbeittu sér
aðeins að hönnun leikja. Gunpie sem kenndi Miyamoto í byrjun lenti
í mikilli samkeppni við unga félagi sinn. Hiroshi Yamauchi og
almenningur litu á þetta sem góðan hlut enda styttist biðin eftir
leikjunum verulega . Miyamoto hannaði m.a. <B>Super Mario Bros og
The Legend of Zelda</b> fyrir nýju leikjatölvu Nintendo,<B> NES
(Family Computer)</b> sem varð vinsælasta vélin á 9. áratugnum.
Yamauchi vildi markaðsetja vélina í BNA. En þeir höfðu samt enga
reynslu á bandarískum markaði.Yamauchi bað þess vegna Atari um
hjálp. Þeir komust að engri sameiginlegri niðurstöðu og náðu engu
samkomulagi. Atari var á þessum tíma að tapa 200 milljónum kr
daglega og loks fór fyrirtækið á hausinn. Nintendo tókst hins vegar
að selja vel yfir 40.000.000 NES vélar út um allan heim með undrinu
Super Mario Bros í fararbroddi. Þeir máttu þakka verðinu fyrst og
fremst, en hún var helmingi ódýrari en vélar keppinautana. Nintendo
markaðsetti NES líka mjög vel og gerðu allt til að ná athygli
neytenda. Þeir skipulöggðu m.a “The Nintendo World Championship”
þar sem bestu spilarar Bandaríkjana kepptu í nokkrum Nintendo
leikjum. Árið 1986 lagði Miyamoto lokahöndina á The Legend of
Zelda. Þetta var einmitt fyrsti leikurinn þar sem hægt var að
“savea”. Þú spilaðir sem álfurinn Link sem og þú áttir að bjarga
prinsessunni Zeldu frá illmenninu Ganon. Leikurinn skilaði svo
stjarnfræðilegum gróða. Í fyrstu átti Gunpei Yokoi að vera
aðalmaðurinn hjá Nintendo, en þeim gekk einfaldlega ekki eins vel
og Miyamoto. Þeir gáfu samt frá sér góða titla einsog Metroid og
Kid Icarus enn þeir voru einfaldlega ekki eins aðlaðandi og verk
Miyamoto. Miyamoto hannaði síðar Super Mario Bros 2 - 3 og The
Legend of Zelda: The Adventures of Link en þeir héldu áfram að
styrkja það góða orðspor sem Miyamoto hafði aflað sér. Gunpei vildi
að sjálfsögðu ekki vera útundan og hannaði þess vegna 4 bita
vasaleikjatölvuna <b>GameBoy</b> sem er ennþá í dag mest selda
leikjatölva allra tíma. Hans deild, R&D1 snéri sér algerlega að
Gameboy á meðan Miyamoto og félagar sáu um NES. Gunpie hafði ekki
sagt sitt síðasta og gaf að lokum út Virtual Boy. Pressan níddist á
henni og hún náði aldrei sömu vinsældum og GameBoy. Það endaði með
því að R&D1 klofnaði í tvær deildir, Intelligent Systems og
GameBoy R. Nú var stutt í <B>Super Nintendo</b> 16 bita tölvu
Nintendo sem átti að vera arftaki NES. Öll R&D4 deildin, nokkrir í
gömlu R&D1, R&D2 og R&D3 deildunum tóku sig saman og stofnuðu nýja
deild, <B>Entertainment, Analysis and Development (EAD)</b> sem
Miyamoto leiddi. Margir nýjir titlar komu út frá þeim s.s Super
Mario World, Pilotwings, Sim City (Port), F-Zero, The Legend of
Zelda: A Link To The Past og Super Mario Kart. Árið 1992 hóf EAD
samstarf við Argonaut. Þeir unnu saman á fyrstu polygon vél á
leikjatölvu. Útkoman reyndist vera enn eitt gullkornið frá
Miyamoto, StarFox og hann gjörbylti öllu. Árið 1994 selur Nintendo
milljarðasta leikinn sinn. Nintendo var þá í harðri samkeppni við
Sega. Yamauchi keypti ekki löngu síðar 60% hlut í hafnaboltaliðinu
Seattle Mariners og sagðist vilja flytja Nintendo til Bandaríkjana.
Samningur Nintendo við Sony um CD aukahlut fyrir SNES fer í
vaskinn og ætla þeir að semja við Phillips í staðinn. <B>Norio Ohga
framkvæmdarstjóri Sony bregst illa við þessu og lætur undirmann
sinn Ken Kutaragi sjá um að hanna eigin leikjatölvu. Deadly mistake
!</b>

<B>Þrívíddin leysir af tvívíddina</b>

Nintendo undirbýr komu næstu leikjatölvu. Hún var mjög stórt skref
frá fyrri Nintendo tölvum.
Nýja vélin gekk undir nafninu Project Reality og hún átti að etja
kapp við Sony Playstation og Sega Saturn. Saturn féll frekar fljótt
og ég veit um marga sem kannast ekkert við hana. Project Reality
var með 3-D vélbúnað og leikirnir voru látnir vera í
leikjahylkjaformi til þess að eyða hleðslutímum . Nafninu var
breytt í <B>Nintendo 64</b> og þegar hún kom út árið 1996.
Launchleikir N64 voru Super Mario 64 og WaveRace 64. Super Mario 64
er nú ennþá í dag talinn besti hopp/skopp leikur sögunar. 3rd party
framleiðendur voru ekki ánægðir með vélina og kvörtuðu yfir
tímakvölinni sem fór í forritun leikjana sérstaklega út af
geymsluplássi leikjahylkjana. Þess vegna yfirgáfu margir
framleiðendur Nintendo. Squaresoft, sem var einn mikilvægasti
framleiðandinn fór og vann aðeins fyrir Sony. Eina von Nintendo var
valgengni first og second party þróunaraðilana. Margir góðir leikir
létu samt sjá sig á N64. RareWare sem er af mörgum talið tromp
Nintendo gaf frá sér marga framúrskarandi titla einsog GoldenEye,
Banjo Kazooie og Perfect Dark. EAD unnu á fullu á næsta Zelda leik
sem átti að koma út á 64DD sem var einskonar aukahlutur fyrir N64.
En 64DD floppaði algjörlega og leikurinn kom því út í venjulegu
formi. Leikurinn var sá fyrsti í seríunni þrívídd og kom svo
loksins út árið 1998. Og eftir það breyttist allt. Kannski muna
sumir eftir forsíðum tölvuleikjablaðana. Maður var að sjá setningar
einsog “The best game ever !” og hann var kosinn leikur ársins af
mörgum gagnrýnendum. Leikurinn var nánast fullkominn og jafnvel
bylting á mörgum sviðum. Hann var fyrsti leikurinn með Z-
targeting. Framhald kom síðan út 2 árum síðar og eftur það dó N64.
Sony varð nú leiðtogi markaðarins og í dag hafa selst yfir 80
milljón PSOne vélar sem gerir hana að vinsælustu leikjavél allra
tíma (Ath. Vasaleikjatölvur ekki meðtaldar). Gunpie segir sitt
síðasta og gefur út GameBoy Pocket sem er smærra GameBoy og seinna
GameBoy Colour. Gunpei Yokoi yfirgefur að lokum Nintendo og stofnar
Koto Company. Þar dreymdi hann um að veita einn daginn Microsoft
samkeppni. Hann einbeitti sér að vasaleikjatölvum og gef út
WonderSwan. Hún á langt í land með að veita GameBoy samkeppni.
Gunpei dó fyrir nokkrum árum í bílslysi 56 ára gamall.

<B> Gamecube, Gameboy Advance og framtíðin… </B>

Nintendo olli gríðarlegri athygli á SpaceWorld sýningunni sinni
árið 2000. Þar sýndu þeir <b>Gamecube</b> í fyrsta skipti en áður
var hún bara þekkt sem “Dolphin”. Gamecube er 128 bita leikjatölva
og býður upp á talsvert betri grafík heldur en Nintendo 64. Þeir
sýndu stutt myndband á sýnungunni sem þótti gríðarlega flott. Þar
sýndu sýndu þeir líka <b>GameBoy Advance</b> sem er 32 bita
vasaleikjavél. Í framtíðinni á að vera hægt að tengja hana við
Gamecube.
Gamecube þótti afskaplega aðlaðandi tölva fyrir þróunaraðila sem er
mjög stórt skref frá Nintendo 64. Það var komið góðu jafnvægi í
tölvuna og Gamecube er í uppáhaldi hjá mörgum framleiðendum í dag.
Reyndar hefur Sony gert sömu vitleysu og Nintendo gerði fyrir 6
árum. Í dag er talið að það myndi taka Polyphony Digital helmingi
styttri tíma að búa til Gran Turismo 3 á Gamecube. Nintendo
“ownaði” E3 2001 og bakaði gersamlega nýliðana í Microsoft .
Gamecube var valinn af E3 Awards “Best of the show” og “Best
console hardware”. Nokkrum mánuðum síðar á næstu SpaceWorld sýningu
sýndu þeir nýtt útlit á Zelda í teiknimyndagrafík (Cel-shaded).
Leikjaheimurinn lá í shocki og margir voru óánægðir með
breytinguna. Nintendo markaðssetti Gamecube í Japan s.l. haust og
síðan 2 mánuðum seinna í BNA með talsverðum árangri. Það virðist þó
flestum ljóst að ekkert fyrirtæki á nokkurn möguleika að éta upp
það forskot sem Sony hefur í dag, þá meina ég sérstaklega í Japan
þar sem þeir selja bókstaflega 10 sinnum fleiri tölvur heldur en
næsti keppinautur (Nintendo). En Gamecube gengur vel í BNA og
Evrópu og fólk er almennt ánægt með gripinn. Fyrstu vikuna í Evrópu
seldist hún í 400.000 eintökum þegar hún kom í maí. Í dag hefur
Nintendo náð að dreyfa 4.5 milljónum Gamecube út um allan heim.
GameBoy Advance hefur líka farið mjög vel af stað og einokar
vasaleikjatölvumarkaðinn. Ég er ekki alveg með á hreinu hversu mörg
eintök þeir hafa selt af því, en ég er viss um að það sé í kringum
20 milljón.
Launchlineup Gamecube var mjög skemmtilegt. Rogue Leader frá Factor
5 fékk mesta athygli. Bardagaleikurinn Super Smash Bros. Melee frá
HAL kom út 3 vikum síðar og hefur verið mest seldi leikurinn á
tölvunni frá upphafi. Sega er nú hætt í vélbúnaðarbransanum og
hannar núna leiki fyrir önnur fyrirtæki. Super Monkey Ball kom nú
einmitt frá Sega og hann hefur verið að fá prýðisdóma. EAD hannaði
Pikmin, en allir helstu leikirnir frá þeim láta sjá sig í haust og
snemma á næsta ári. Nintendo undirritaði samning við Capcom um að
Resident Evil serían myndi aðeins koma út á Gamecube. Resident Evil
1 remakeið er væntanlegt hingað í september. Nintendo stóð sig mjög
vel á síðustu E3 sýningu. Þar sýndu þeir m.a. marga nýja leiki s.s
hinn magnaða fyrstu persónu skotleik Metroid Prime frá Retro
Studios sem var af mörgum talinn leikur sýningarinnar. Nintendo
töldu leikinn það góðan að þeir keyptu öll hlutabréfin í fyrirtækinu.
Gamecube er búin netmöguleikum og netleikir hafa nú þegar verið
kynntir. Nintendo hefur það í huga að verð og úrval leikja ræður
úrslitum í þessu “stríði”. Yamauchi hætti störfum nýlega og Satoru
Iwata frá HAL tók við. Iwata segir að markmið Nintendo í dag er að
koma með eitthvað nýtt og ferskt inn í leikjaheiminn í stað þessað
blóðmjólka gömlu leikina eins og mörg önnur fyrirtæki eru að gera í
dag *hóst* Capcom *hóst*.

<B> Í lokin </b>

Nintendo er fyrirtæki sem hefur átt skilið að blómstra enda hefur
stjórnin verið til fyrirmyndar. Hiroshi hefur verið mjög klár í
viðskiptum. Hann hefur gert sérstaka samninga við mörg
leikjafyrirtæki um “exlcusive” rétt á leikum. Allir þessir
samningar hafa skilað sínu og GoldenEye, Super Smash Bros. Melee og
bráðlega Metroid Prime eru góð dæmi. Hiroshi sem ólst upp föðurlaus
er í dag 180. ríkasti maður í heimi. Ég hugsa að 3 einstaklingar
koma til greina að fá sérstakt hrós frá mér, Hiroshi Yamauchi fyrir
að vera frábær leiðtogi, Gunpei Yokoi fyrir sniðugar uppfinningar
og Shigeru Miyamoto fyrir að breyta ímynd fólks á tölvuleikjum.
Allir fóru með stórt hlutverk og mér reynist ómögulegt að gera upp
á milli þeirra.
Menn sem hafa þann eiginleika að geta látið feita ítalska
spagettíætu verið skemmtilega geta gert allt.

Takk fyrir.