WaveBird - Gamecube WaveBird

Nú styttist í það að þráðlausi pinninn frá Nintendo láti sjá sig á
klakanum. Pinninn var fyrst sýndur á “Nintendo only” sýningunni
SpaceWorld fyrir u.þ.b 2 árum. Stýripinninn lýtur að sjálfsögðu
mjög vel út enda snillingar að verki. Stærðin er svipuð og áður, og
lengdin á milli takkana er sú sama. Sumir hérna hafa e.t.v
einhverja reynslu á svona tækni. Eldri þráðlausar fjarstýringar
komu á gömlu Nintendo vélunum, en þær notuðu einmitt úrelta
lasertækni þannig þú þurftir alltaf að beina fjarstýringunni að
móttakaranum. Núna er þetta vandamál alveg horfið. Þetta virkar
þannig að þú stingur móttakaranum í controller slotið og stillir
síðan tíðnina á stýripinnanum sjálfum. Pinninn notar einmitt
útvarpsbylgjutækni þannig þú getur valið á milli 16 stöðva á
fjarstýringunni. Þannig ef að einhver er svo heppin að eiga 4
Gamecube og 16 WaveBird í sama herbergi ættu engin vandamál að koma
upp.
Pinninn getur drifið heil 90 fet (í kringum 30 metra) án vandræða.
Þú getur líka beint pinnanum í þverstæða átt og samt svínvirkar
tækið. Matt hjá IGNCUBE spilaði SSB.M í gegnum glugga í næsta
herbergi. Pinninn er næstum því jafn léttur og hin hefðbundni vegna
þess að í hann vantar víbrarana. Þeir voru ekki settir í helst til
þess að spara orku. Tvö AA batterí þurfa að vera til staðar til að
setja í WaveBirdinn og þau ættu að duga í 100 klst. Pinninn hefur
fengið frábærar viðtökur í Bandaríkjunum og flestir kjósa hann yfir
þann gamla þrátt fyrir að hafa engan titring. Pinninn ætti að koma
hingað á næstu dögum ef hann er ekki kominn nú þegar.