Pikmin

Spilendur 1 Developer: Nintendo Producer: Nintendo

Nú er Sigeru Miyamoto kominn með glænýja hugmynd á leik þar sem
hann var eitt sinn í garðinum sínum og sá pöddur vera vinna saman
að ná mat, þá datt honum í hug að gera leik um einhverju líku.

Söguþráðurinn gengur út á það að Captain Olimar brotlendir skipinu
á plánetu með eitruðu andrúmslofti. Til að flýja plánetuna þarf
hann að safna öllum 30 pörtum úr skipinu sínu, þar sem þeir
dreifðust þegar hann brotlenti. Á plánetunni finnur hann sæt,
plöntu dýr sem kallast “pikmin,” og eru þá í þrem litum, gulum,
rauðum og báum og hafa þau öll sinn eigin mátt og koma þau
vingjarnlega að honum og vilja hjálpa honum að finna alla partana
úr skipinu. En þú þarft að vera með hraðann á því þú hefur ekki
endalaust súrefni.

Pikmin er real-time strategy leikur sem á að stýrast mjög vel og
auðveldlega. Dagar breytast í nótt í real-time í leiknum. Þú verður
að nota hjálp pikmin til að finna alla partana úr skipinu sem eru
útum allt á plánetuni. Reyndar ertu að spila í garðinum hjá
Miyamoto, þar sem teknar voru myndir úr svæði nálægt húsi Miyamoto
og settar í leikinn. Ég veit ekki alveg hvortað leikurinn er á 60
römmum á sekúndu en ég held að ég hafi séð það einhver staðar. Mér
finnst leikurinn nokkuð flottur og detailed af því sem ég hef séð
og hljóðið er nokkuð gott og heyrir maður í öllum pikminunum muldra.

Leikurinn kemur út 14. júní og er þessi leikur næstur á
kauplistanum mínum.

Vonandi fannst ykkur gaman að lesa þetta.