NGC: Impressions NGC: Impressions

3. maí s.l hefur verið sönn gleðistund leikjaáðdáenda út um alla Evrópu. Ég var himinlifandi þegar ég fékk loksins þriðju
Nintendo tölvuna í hendurnar. Tölvan var ódýr, metin á 23.000 kr. Það olli mér hins vegar vonbrigðum að leikurinn sem mig langaði í
hafði ekki enn komið til landsins. Ég nýtti mér helgina í að skoða tölvuna, halda á stýripinnanum og fikta í menuinu.
Loksins keypti ég leikinn og þá á 7000 kall. Leikurinn sem ég er að tala um er Rogue Leader, þið getið lesið meira um hann í greininni hér fyrir neðan. Tölvan er ótrúlega lítil og mér brá þegar ég dróg hana upp úr kassanum. Keypti hana svarta og persónulega finnst mér hún mjög smekkleg í útliti. Hún er eins og nafnið bendir til, kubblaga. Á henni er handfang sem gerir hann meðfærilega, 3 takkar, 4 stýripinnainnstungur og 2 memorycardinnstungur. Undir henni eru 2 serial port. Annað þeirra mun vera fyrir netkort en ekki er vitað undir hvað hið seinna verður. Einnig er eitt high-speed port, en engar tilkynningar hafa verið gerðar í sambandi við það. Aftan á henni er AV tengi og tengi fyrir hágæðasjónvörp (HDTV). Það er hægt að kaupa RGB-scartsnúru til að fá betri mynd ef sjónvarpið styður það. Stýripinninn er algjör draumur, passar akkurat í hendurnar og er auk þess mjög léttur. Hann hefur fengið góðar viðtökur erlendis og fólk er almennt ánægt með hann. Ég þekki nokkra sem fengu hálfgert shock þegar þeir prufuðu hann fyrst. Án efa þægilegasti next-gen pinninn að mínu mati.
Menu-ið er mjög þægilegt og skemmtilega hannað. Þú lest textann á teningi og er þess vegna hægt að fletta í gegnum 6 síður.
Ég á bara einn leik þessa stundina og ekkert memorycard. Rogue Leader er frábær leikur frá snillingunum í Factir 5 teaminu.
Snöggur og spennandi sem skartar flottustu og dýpstu grafík sem ég hef á ævi minni séð. Og ég hef verið að dunda mér í MGS2, Halo og DOA3. Factor 5 voru ekki lengi að vinna á leiknum og það sýnir að Gamecube er draumur þróunaraðilans.
Framtíðin er björt fyrir Gamecube. Fólk tekur komu Nintendo alvarlega og vélin hefur selst gríðarlega vel í USA og Evrópu.
Einnig eru margir góðir leikir á leiðinni s.s Mario Sunshine, Legend of Zelda, StarFox Adventures, Resident Evil, Super Smash Bros: Melee, Perfect Dark: Zero og glás af öðrum. Nintendo verður með stærsta básinn á E3 sem er rétt handan við hornið þar sem fullt af nýjum leikjum verða kynntir. Nintendo ætlar þá líka að kynna netmöguleika fyrir framtíðina.
Mér finnst mjög skrýtið að sumt fólk hugsar um Gamecube sem leikfang fyrir smákrakka. En staðreyndin er sú að hún höfðar til allra. Resident Evil er ekki beint fyrir 9 ára krakka.
Jæja, nú slæ ég botninn í þetta og að lokum vil ég minna ykkur á að prufukeyra gripinn a.m.k einu sinni.

Takk fyri