Hands On: Virtua Fighter 4 (ps2) Virtua Fighter 4 kom út í dag, 8 maí, og eftir að hafa spilað hann í nokkra tíma er ég mjög ánægður með hann.
Grafíkin er flott, og með því betra sem maður hefur séð á Playstation 2 hingað til. Auðvitað vantar svolítið uppá anti aliasing sumstaðar, en það er eitthvað sem PS2 eigendur ættu að vera löngu búnir að venjast. Borðin eru flott, og sérstaklega hef ég gaman af ‘Palace’ borðinu þar sem keppendur vaða í hnédjúpu vatni með tilheyrandi sulli og hamagangi. Einnig er borð með snjó, sem þæfist niður og dreifist eftir því hvar spilarar stíga niður, og annað með laufum o.s.frv.
Þrjár gerðir eru af borðum, Open, þar sem keppendur geta dottið útfyrir hringinn, Breakable, þar sem gólf og grindverk geta brotnað undan hamaganginum og Unbreakable, þar sem allt er solid og lokað.
Karakterarnir sem hægt er að velja eru 13 talsins og hafa allir sinn sérstæða bardagastíl, bara svona eins og slagsmálaleikjaformúlan segir til um. Meðal slagsmálahundanna má finna Shaolin múnk, grasalækni sem stundar Drunken Kung Fu, fjölbragðaglímumann og Kappaksturshetju.
Reynt er að líkja sem best eftir alvöru bardagastílum, og Virtua Fighter serían er örugglega sá bardagaleikur sem kemst næst því að vera hermir/simulator, þótt oft séu tilþrifin óraunveruleg.
Mikið hefur verið talað um að Virtua Fighter 4 sé dýpsti bardagaleikur sem út hefur komið, og er það vegna möguleikans á að þjálfa upp sinn eigin karakter og vinna sér inn hærri gráðu/belti auk reynslustiga/experience points. Þú byrjar með 10th kyu, vinnur þér síðan inn 9th kyu o.s.frv. niðrí 1st kyu, en þá tekur við 1st dan, svo 2nd dan, og alveg uppí 7 held ég. Eða lengra..
Einnig er hægt að tapa gráðu, svo að það þýðir ekkert að slaka á þótt maður sporti einhverju dan belti. Engin miskunn.
Þetta metorðakerfi er eitt það helsta sem gerir leikinn skemmtilegan og eykur líftíma hans til muna.
Á valmyndinni er að finna:
Arcade- gamla klassíska arcade mode þar sem þú spilar í gegnum alla karakterana.
VS.- 2 player, og möguleiki á að vinna sér inn rank.
Kumite- Þú berst við menn með mismunandi gráður og experience points, og hérna er líka aðalvettvangurinn til þess að vinna sér inn gráður. Kumite er aðal módið í leiknum.
Training- Hægt er að velja um 3 mismunandi gerðir æfinga, eina þar sem brögðin eru æfð, aðra þar sem kennt er að spjara sig í mismunandi aðstæðum, og þriðju gerð þar sem hægt er að stilla upp frjálsri æfingu.
A.I. System- Hérna á víst að vera hægt að þjálfa upp AI bardagamann, kenna honum að berjast og sjá svo hvernig honum vegnar. Á alveg eftir að skoða það.
Svo eru options og fleira, meðal annars þar sem þú getur breytt útliti og búnaði karaktersins þíns.

Bardagakarlinn minn, kíverski Shaolin múnkurinn Lei-Fei, eða Steve eins og ég nefndi hann, er kominn með 5 kyu og er orðinn allsvaðalegur.
Það væri gaman að halda mót einhvertíma í sumar þar sem fólk mætir með bardagamennina sína, einhverja 7th dan drunken master moðerfokkera og ber hvert á öðru.. gaman væri það.

Mæli allavegana með Virtua Fighter 4, jafvel óhætt að segja að hér sé á ferðinni besti bardagaleikur sem gefinn hefur verið út hingað til?