Impressions: Star Wars: Rogue Leader(NGC) Jæja þessi kom loksins í gær. Þ.e.a.s SW:RL:RSII (fyndið að skammstafa þetta). En hvernig skildi þetta svo vera? Ég ætla að skrifa niður nokkur aðtriði sem mér finnst vert að taka fram um þennan leik. Read on…

Star Wars: Rogue Leader: Rogue Squadron II er alveg hreint ótrúlega flottur grafíklega séð OG hvað varðar hljómgæði. Ég get varla lýst því þegar ég fór í fyrsta missionið og sá grafíkina, TIE fighters hér og þar og lasers gersamlega út um allt. En það var ekki það sem fékk mig til að fá gæsahúð fyrst. Heldur Death Star Trench Run. VÁ! Þvílíkt og annað eins. Það er alveg ótrúlegt að sjá laserana úr X-wing (því sem maður flýgur á mhm) þjóta eins langt og augað sér og kasta ljósi á veggi og flaugar. Alveg magnað. Einnig er magnað að sjá innan úr flauginni og líta í kringum sig. Manni finnst maður vera virkilega að fljúga.

Ég er nú kominn frekar langt í leiknum en mig langar að minnast á menu interface. Mjög vel gert og flott hvernig myndskeiðum úr myndunum er skotið inn á bakvið. ég átti það til að gleyma mér og bara horfa á videoin :) Mjög professional. Menu-arnir eru hraðir og skemmtilegir. Þetta er nánast eins og að vera í Menu í Star Wars á DVD.

Hérna eru nokkrir punktar sem mér finnst athyglisverðir í leiknum so far:

* Lýsingin á flaugum, byggingum og bara ÖLLU er ótrúleg. Laserar og sól lýsir flott á allt saman. Skuggar varpast á allt. TIE fighters varpa eigin skugga á vængina á sér, sama á við um X-wings. Very nice.

* Hljóðið er magnað. Gaman að heyra TIE´s fljúga útum allt og allt í kringum þig. Allt frá TIE roars upp í samtöl milli flugmanna er mjög vandað.

* Maður finnur vel fyrir fjarlægðinni og hraða í leiknum. Maður á til að fá smá motion sickness í mesta actioninu og þá verður maður að stoppa og fá sér ferskt loft. En ég meina, fær maður ekki motion sickness í alvöru flugvélum sem fara upp og niður, snúast og taka dives og svo aftur upp og í hring. Ég veit eitt fyrir víst, ég mundi blána.

* Það getur verið erfitt að finna TIE´s og skotmörk. Það er svo mikið að gerast á skjánum að maður einfaldlega týnir sér. Hvað gerir maður þá? Tja, það er svolítið merkilegur skjár sem maður getur notað. Þá sjást óvinir úr óralangri fjarlægð og maður getur dru**ast þangað og stútað nokkrum ryksugum (TIE engine hljómar eins og stífluð ryksuga hehe)

* Ison Corridor. Jé dúdda mía. Ég var dolfallinn þegar ég sá þetta. Space junk og flaugar út um allt. Helvíti magnað.

* Raid on Bespin er mjög magnað mission. Ekki endilega fyrir action heldur bara ÚTLIT. Borgin fljúgandi er alveg ÓTRÚLEG. Að fljúga í gilinu og milli himinháa stórhýsa er frekar, já, enn og aftur, magnað. Truly a sight to behold.

* Battle of Hoth er svona eiginlega remake úr gamla Rogue Squadron, nema hvað, MIKLU flottara. Snjórinn og AT-AT´s, AT-ST´s og litlu doppurnar sem svo eru hlaupandi menn (úff, detail detail DETAIL) er skemmtilega gert. Þetta er svona mission sem maður fer í bara fyrir actionið. Again and again.

* Það var eitthvað mission, sem ég man ekki hvað var, sem ég fór í sem byrjaði á því að Death Star sást öll í molum. Svo er manni sagt að snúa til baka. Gildra! Þegar maður fer til baka þá hugsar maður. “Hvað er í gangi?” Svo setur maður upp besta vin sinn í leiknum, rauða skjáinn þarna og…ó sjitt. Um það bill HELLINGUR af TIE fighters að nálgast og þá áttar maður sig á því að það sé action í uppsiglingu. Oh my that´s true :)

* Water effects í þessum leik er mjög flott. í einu missioninu þá getur maður flogið alveg niður að sjó og látið vængi og skot fara í sjóinn. Mjög flott!

* Þegar maður velur sér flaug þá er þetta ekki að ýta til hliðar og að næstu flaug. Nei maður lætur Luke hlaupa inní flugskýlinu (3rd person view) og velur sér flaug. Skemmtilegur bónus.

* Fjarstýringin virkar mjög vel í þessum leik. Sem dæmi þá er R takkinn sniðugur. ýtti honum aðeins niður og flaugun fer aðeins hraðar. Ýttu honum alveg niður og láttu “clicka” þá fara t.d vængirnir á X-wing saman og maður flýgur hraðar. Eini gallinn er að maður getur ekki skotið á meðan. Til að vængirnir fari í sundur aftur þá er bara að ýta aftur á R, L eða A. L er bremsan og er hún nauðsýn í leiknum. B er secondary fire, sprengjur og tow cable á Speeder. A er svo skottakkinn. Y er svo vinur manns, rauði skjárinn sem sér allt sem vont er (úh) og X er svo view change.

* Maður getur gefið skipanir til annarra vængmanna. Til þess notar maður litla krossinn. Sem dæmi getur maður látið þá ráðast á TIE´s, guns eða ráðast á AT-ST´s. Sniðugt og maður þarf af og til að nota þetta til að hjálpa sér.

Ég ætla ekki að skrifa mikið meira, því ég gæti haldið endalaust áfram. Endilega gefið ykkar comment á þessu meistarastykki. En mitt loka comment er…

Ég einfaldlega dýrka þennan leik!