Það hlaut að koma að því. Eftir mörg ár af vandamálum með bandvídd og kostnað, hefur GameSpot nú loksins ákveðið að koma af stað áskriftarþjónustu.

Þjónustan mun heita GameSpot Complete, og byggir á að gefa notendum þess ótakmarkaðan aðgang að öllu sem GameSpot hefur upp á að bjóða, þar á meðal myndskeiðum, skjáskotum og fréttum. GameSpot mun að sjálfsögðu enn vera opið almenningi, og fólk fær aðgang að fullt af efni í heila viku, en eftir þann tíma læsist megnið af því og situr eftir í gagnasöfnum sem einungis GameSpot Complete notendur geta skoðað.

Hvað er fólk svo að fá?

GameSpot Complete: Ótakmarkaður aðgangur. Háhraða-netþjónarnir verða samtvinnaðir inn í GameSpot Complete-þjónustuna, svo að nú verður hægt að ná í prufur og myndskeið, en það var upprunalega innifalið í sérstakri áskriftarþjónustu GameSpot. Auk þess geta áskrifendur sagt bless við auglýsingarnar!

GameSpot Basic: Síðustu sjö skjáskot fyrir hvern leik, eitt frítt myndskeið, allar fréttir og öll leikjarýni.

Einnig munu báðir hóparnir fá frían aðgang að nýjum og endurbættum korkum. Þeir munu fyrst vera prófaðir af GameSpot Complete-áskrifendum, en munu svo fljótlega vera opnir almenningi.

Þjónustan mun fara í loftið í byrjun maí, og verður ókeypis fram til 1. júní, en þá verður hún metin á $19.95 á ári eða $4.95 á mánuði. Þið getið nálgast skilaboðin frá Vince Broady, einum af stofnendum GameSpot, og nánari upplýsingar um þjónustuna með því að smella <a href="http://gamespot.com/gamespot/stories/flat/0,11963,2862235,00.html">hér</a>.


- Royal Fool

Ef tengill virkar ekki:
http://gamespot.com/gamespot/stories/flat/0,1196 3,2862235,00.html