Game Boy Advance Í dag keypti ég Game Boy Advance með fjórum leikjum á 16 þúsund krónur. Það í gegnum huga.

GBA er með:

- 33mhz 32bita ARM örgjörvi
- 256 Kbyte WRAM, 32 Kbyte + 96 Kbyte VRAM (í örgjörva)
- 2.9“ TFT skjár sem sýnir 240x160 upplausn

GBA vegur 140 grömm og getur keyrt í 15 klukkustundir á tveimur AA rafhlöðum.

Ég var búinn að sjá vélina áður, fyrir mörgum mánuðum. Auðvitað líka búinn að lesa meira en heilbrigt er og sjá ótal skjákot. Mér fanst alltaf eins og að hún væri svona 10% stærri að dæma af myndum og fyrri minningum.

Ég er mjög ánægður með vélina, grafíkin og skjárinn eru gífurlega skýr og er hljóðið þrælgott og skýrt. Hljóðið er reyndar mikið betra en það virðist vera í hátalaranum (mono) á vélinni (samt alls ekki slæmt í honum). Ég komst að því með því að tengja hana við græjurnar mínar (stereo) og hlusta á titil lagið í Castlevania. Maður fjárfestir í einhverjum eðal heyrnatólum til að geta notið hljóðsins til fulls.

Yndislegur eiginleiki er að GBA getur spilað GB (Game Boy) leiki og GBC (Game boy Color). Hægt er að spila leikina í stærð GB/GBC skjásins eða að teigja þá í stærð GBA skjásins. Gömlu GB leikirnir spilast með fjórum til tíu litum í vélinni í staðinn fyrir fjóra misgráa liti á GB. GBC leikir spilast í 56 litum eins og á GBC auðvitað. GBA leikir spilast í allt að 32 þúsund litum.

Ráðlegt er að fjárfesta í aukahlutum sem gera reynsluna en skemmtilegri og varna vélinni frá skemdum. Hlutum eins og ljósi, varnar miða/lensu, gummí gripi, stækkunargleri, stærri tökkum og tösku.

Meira að segja er hægt að kaupa aukahlut sem leyfir þér að tengja vélina við sjónvarpið. Ótal aukahlutireru til, hver öðrum sniðugari !

Úthugsað væri að fjárfesta í ”16in1" aukahlutapakka. Til að spara pening og fyrirhöfn.

http://www.lik-sang.com/catalog/product_info.php category=50&products_id=1601&

GBA hefur möguleika á fjölspilun í leikjum sem styðja það. Allt að fjórar tölvur geta tengst í einu með svokölluðum “Game Advance Link” sem fylgir ekki með vélinni.

Einnig er möguleiki að tengja vélina við Nintendo GameCube, sem er eins og flestir vita nýasta Leikjatölvan frá Nintendo.

Leikjaúrvalið er frábært á vélinni, sérstaklega ef þú tekur GB/GBC leiki með inn í myndina. Þá munu leikirnir vera yfir 700 til að velja úr, enda kom GB út 1989 og hafa leikir verið að pumpast út síðan.

Ég er í heild stóránægður með Game Boy Advance, frábær vél á alla máta og skyldueign fyrir alla, konur og karla.

Núna á ég..

Græna Game Boy Original, bláa/glacier Game Boy Advance og átta leiki.

- Super Mario Advance (GBA)
- Castlevania (GBA)
- Rayman Advance (GBA)
- Pokémon GOLD (GBC)
- Super Mario Land 2 (GB)
- Double Dragon (GB)
- Track Meet (GB)
- Ms. Pacman (GB)


Ég vona að þetta hafi verið fróðlegur lestur fyrir ykkur og að þið hafið einnig haft gaman af.

Kv, Drebenson
Mortal men doomed to die!