Nýlega rakst ég á athyglisverða frétt. Eins og flestir hérna vita
þá hefur japanskt fólk mjög sérkennilegan smekk og þess
vegna reynist fyrirtækjum erfitt að fullnægja honum.
Það vill svo skemmtilega til að ég klúðra alltaf html kóðanum,
þannig ég paste-a þessu bara hér:
http://www.gamers.com/news/1132721

Listaðar tölur voru mældar fyrstu vikuna í apríl.

Sony PlayStation 2: 80.734

Nintendo GAMECUBE: 15,068

Sega Dreamcast: 3,427

Microsoft XBOX: 2.179

Allt stefnir í einokunarstöðu Sony. Nintendo gengur hvorki illa
né vel. Vildi reyndar sjá tölurnar aðeins hærri, en svona er
þetta. Svo fannst mér svolítið einkennilegt að sjá Dreamcast
komast inn á kortið og slá út splunkunýja tölvu. Hver veit
kannski bjargast þetta hjá þeim. Myndi samt ekki þora að veðja
á það.

Kær kveðja, Sphere.