Metal Gear Solid- Characters (Spyllir) Mérr langar að fjalla um persónurnar í MGS2 því Hideo Kojima er snillingur að skapa persónur.
Til að dæma karakterana get ég notað 2 leiðir. Annaðhvort allir byrja á 0, svo tel ég upp allt það góða og sé hve langt hann nær upp í 10. Eða allir byrja með 10 svo tel ég allt það vonda og dreg frá. Ég ætla að nota seinni aðferðina, því í þessum leik virkar hún mun betur.


FATMAN- 7/10
Sprengjusérfræðingur sem er brjálaður. Ekkert sem er neitt ofursérstakt við hann en er skemmtilegur að berjast við.
ROSEMARY- 5/10
Kemst ekki með tærnar þar sem Mei Ling hafði hælana. Allt of mikið tal, allt þegar maður þurfti að vista leikinn þá þurfti hún alltaf að trufla mann.
COLONEL- 8/10
Gífurlega skemmtileg rödd frá Paul Eiding. Verst er að maður sér hann bara í gegnum Codec.
EMMA/EE- 7/10
Tölvunörd sem ég var aldrei viss um hvað hún væri gömul. Fyrst hélt ég að hún væri svona 13 ára en síðan var Rose fúl út í Jack því hún hélt að hann væri að reyna við hana.
OTACON- 9/10
Flottasti tölvunördi í heimi og flottasti non fighter gaurinn.
OLGA GURLUKOVICH- 8/10
Tekur hlutverk Meryls frá Metal Gear Solid en er ekki næstum því eins góður karakter og hún. Einn skemmtilegast bardaginn í leiknum er við hana.
FORTUNE- 8,5/10
Huge byssa sem minnti mann alltaf á Raven úr fyrsta leiknum. Ég hélt fyrst að hún væri dóttir hans. Auk þess hefur hún eitt af flottustu lögunum í leiknum.
SOLIDUS SNAKE- 9,5/10
Einn af þeim þrem sem hefur nikkið Snake. Armourinn hans er snilld og byssan hans líka. Ótrúlegt þegar hann fór að eyðileggja alla Metal Gearanna.
VAMP- 9,5/10
Eitt af flottust atriðunum í leiknum er þegar Vamp drepur Seal Team 10 gaurana. Fyrir þá sem horfðu á making of MGS2 þá hefði ég samt frekar vilja sjá Chinaman í hans hlutverki.
RAIDEN/JACK- 9/10
Hann var mikið surprise fyrir alla sem spiluðu líka MGS. Lítill strákur eins og hann að koma í staðinn fyrir Snake. Cool aðallega vegna þess að hann sló Rose einhverntímann
OCELOT- 10/10
<i> Revolver Ocelot </i var allveg mögnuð setning. Annað sem var eitt af flottustu atriðunum í leiknum var þegar hann Shalashaska skaut alla terroristana áður en einhver þeirra gæti komið skoti á hann. Þegar hann sveik alla í endann var líka mergjað.
SOLID SNAKE- 11/10
Það flottasta sem hefur skeð fyrir tölvuleikjaheiminum. Flottari en Max Payne, Sephiroth, Guybrush, Gabriel Logan, Mega-man, Pac-man, Mario, Luigi, Barrett og allir hinir.
<B>Azure The Fat Monkey</B>