PlayStation 3

Sumu fólki finnst að ég ætti ekki að vera fjalla um þetta svona fljótlega, en einhver verður að rjúfa hljóðmúrinn. Ég skal útkýra fyrir ykkur undirstöðuatriðin. Ekki fyrir löngu reið PS2 inn á vaðið og er hvorki meira né minna en 300 sinnum öflugri en forverinn. Samkvæmt nýlegum tilkynningum frá Sony hafa þeir greint frá því að PlayStation 3 verði 1000 sinnum öflugri en PS2. Frekar erfitt að ímynda sér tölvu sem er 300.000 sinnum öflugri en fyrsta tölvan í PS fjölskyldunni. Þá erum við að tala um svakalega grafík sem verður líklega 1000 sinnum flottari en PS2 grafíkin. Afkastageta tölvunar verður 1 teraflop. Þetta eru tölur sem einungis ofurtölvur bera í dag. Tæknin sem nýji örgjörvinn verður byggður á kallast “The Cell”. “The Cell” er í vinnslu í R&D Sony og þeir hafa fengið IBM og Tohsiba sér til aðstoðar. Þetta mun ekki vera ódýrt verkefni og er það metið á $400 milljónir.
Hins vegar er búist við að hagnaðurinn verði u.þ.b $4 milljarðar.

“The Cell” verður ekki eingöngu notaður í PS3. Hann mun vera í farsímum, tölvum sem notaðar eru í grafíska vinnslu og miðlurum. Yfirmenn Sony hafa sagt að PS3 verði hönnuð með internetið i huga og það verður án efa gaman að sjá hvernig þetta muni koma út.
Fólk er eflaust að pæla hvenær þetta lætur sjá sig. Ýmsir orðrómar benda til þess að tölvan muni koma út í kringum 2003. Þetta er þvæla sem þið ættuð að forðast. Sony halda því fram að örgjörvinn verði tilbúinn 2005, og er þá mjög líklegt að tölvan muni láta sjá sig í Japan árið 2006.

Ég vara ykkur við því að lesa ekki “Unoffical” sem koma ekki beint frá Sony.

Fólk hefur ekki talað mikið um þetta og þess vegna ákvað ég að halda þessu í umræðunni.
En hafið það í huga að það er enn langt í þetta og PS2 er ennþá í efst í forgangsröðinni hjá Sony og mun vera það næstu 4 árin.

Takk fyri