Já hæ þetta er ég aftur; Bitri gamli maðurinn. Ég er búinn að pæla mjög mikið í þessu með Metal Gear Solid2; Var það rétt ákvörðun hjá Hideo Kojima að láta mann spila Solid Snake aðeins um 1/4 af leiknum?? Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég var EKKI hrifinn. Jake var ekkert nema

(tilvitnun frá frægum manni)
A BIG WET WUZZY

Þetta er gaur sem hefur klárað 300 VR mission, en samt getur hann ekki farið á Klósettið á þess að fá Colonell til að aðstoða sig. Fyrsta Klukkutíman sem maður spilar Jake hringir hann oftar í Colonell heldur en Móðursjúkur faðir í mömmu sína. KOMMON, guð hvað þetta var pirrandi. Maður byrjar leikinn á Oil Tanker og er það geðveikur fílingur; Loksins að spila Solid Snake aftur, svo er það búið og “Snake er Dauður” og eitthvað HimpiGimpi að dandalast þarna og að vera fyrir. Skoðana könnunin segir allt sem segja þarf. 87% segja að Snake sé meira cool, 10% að þeir rokki báðir og 3% segja að þeir séu leim. Við finnum þessi 3% og Brennum þá seinna, en hér er ástæðan sem Hideo gefur fyrir þessu að honum langaði að gera Snake að “Dýpri Karakter” Honum langaði að Við myndum sjá hann sem þá “GOÐSÖGN” sem hann á að vera, og er ;) Hann útskýrir þetta á bónus disknum sem fylgir með og er ég mjög þakklátur að ég skoðaði hann ekki fyrst, því ég hefði án djóks reynt að skila leiknum hefði ég vitað þetta fyrir fram. PIRR factorinn minn hefur aldrei verið jafn hár og þegar ég var að spila jake. Hvað fannst ykkur?? var þetta “sniðugt” gerði þetta Snake að flóknari persónu? Varð hrifningin meiri eftir að þið kláruðuð leikinn?? Ég var ekki sáttur við þetta, en ekki misskilja mig, MGS2SOL er meistara stykki þegar við tölum um grafík HLJÓÐ spennu og grafík, tala nú ekki um A.I. hjá guards sem maður þarf að berjast við. Þetta er einn af bestu leikjum þessa árs án vafa en þetta mál að Spila Jake 3/4 af leiknum var þetta sanngjarnt gagnvart okkur?? Bara að pæla hvort einhver annar væri jafn bitur og ég.