Leikjatölvustríð Það hefur varla farið fram hjá neinum að það er nýtt stríð í uppsiglingu. Ekki stríð gegn hryðjuverkum, ekki stríð um vatn heldur stríð um hver býr til bestu leikjatölvuna. Upp á síðkastið (og örugglega í komandi framtíð) hafa mikið að leikjatölvum verið að koma fram. Margar tölvur eru þegar komnar fram eins og nintento, playstation og sega saturn en nú er þetta hreinlega að fara úr böndunum. Flestar þessar tölvur komu með ágætu millibili en nú er þetta komið í graut, nintendo 64, game boy colour, game boy advanced, ps2, x-box og nú bráðlega game cube. Allir lofa og blessa þessar tölvur en spurningin er, hverjir kaupa allar þessar tölvur. Það er að verða ómögurlegt að velja hvaða tölvu maður á að kaupa, eins og nú, ég er að reyna að velja milli ps2 og game cube.
Ég vill ekki kaupa x-box því þetta er fyrsta leikjatölvan þeirra, ég er ekki beint áhugamaður nintendo og leikirnir fyrir ps2 eru hreinlega allt of dýrir. Ég held að ég sleppi bara að kaupa mér leikjtölvu og haldi mig bara við pc minn og eiði frekar peningunum í uppfærslur á honum. En samt sem áður, ég held að þetta sem sé að koma núna sé bara forsmekkurinn á því sem koma skal.