MGS2 "impressions" Sjaldan hef ég verið jafn öruggur og um daginn þegar ég keypti Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty. Í þetta skiptið vissi ég að þetta voru sannkölluð kjarakaup.
8.mars mun vissulega vera dagur sem ég á ekki eftir að gleyma. Ég og tveir aðrir virkir hugara biðum eftir leiknum í BT og fengum leikinn beint upp úr birgðakassanum um leið og hann kom klukkan 12:23. Hann kom eiginlega í lok frímínútna og ég var farinn að gefast upp á biðinni til þess að mæta í tíma stundvíslega. En svo gerðist sannkallað kraftaverk, leikurinn var kominn. Við gengum að afgreiðsluborðinu og sáum leikinn í fyrsta skipti. Við titruðum af spenningi og loksins var ég kominn með hann í hendurnar. Síðustu 2 skólatímarnir sem eftir voru tóku heila eilífð.

Loksins var ég kominn heim. Þetta er án efa svalasti leikurinn í dag. Þegar ég skellti honum í sá ég einfaldlega best heppnaða intro ever með alvöru bíómyndatheme-i sem er ekki algent í dag. Í stuttum orðum fjallar leikurinn um hryðjuverkamenn í New York og þú átt að koma í veg fyrir að áætun þeirra gangi eftir. Ekki ætla ég að spilla neinu fleiru fyrir ykkur enda kemur leikurinn sífellt á óvart. Plottið í upphafi er t.d ekkert eins og ég hafði ímyndað mér. Spennan eykst hægt og rólega og þegar þú ert komin/n ágætlega af stað áttu erfitt með að slíta þig frá tölvunni. Það sem fólk áttar sig á fyrst er líklega hversu flottur og raunverulegur leikurinn er. Gamlir kunningjar láta sjá sig og einnig hittirðu nýja. Í leiknum eru afar svöl hasaratriði sem munu verða ykkur ógleymanleg.
Óvinaverðirnir eru með frábæra gervigreind og fylgja ýmsum vísbendingum sem þú hefur skilið eftir þig, t.d gengur ekkert að fela sig inn í skáp ef þú ert blautur á fótunum. Ef þeir koma auga á þig kalla þeir á liðsauka sem reynir að skjóta þig niður af öllu afli.
Leikurinn er einnig fantaflottur, reyndar sá flottasti sem ég hef spilað hingað til. Þig eigið kannski erfitt með að trúa því, en öll myndböndn eru in-game.

Þetta er leikur sem þið verðið að fá ykkur hvort sem þið eigið tölvuna eða ekki. Og ég hélt að það voru einungis Nintendo sem gætu gert slíkt meistaraverk. Ég er búinn með leikinn
og ef ykkur vantar hjálp sendið mér þá endilega skilaboð. Leikurinn kostar 7499 kr í BT.

Takk fyri