Saga Metal Gear. Nú þegar að Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty er að fara að koma út velta kannski margir því fyrir sér hvernig Metal Gear sagan varð til og þroskaðist. Hér á eftir ætla ég að reyna að varpa smá ljósi á þessa meistaraseríu.

Þegar að Hideo Kojima-san var í menntaskóla var hann strax byrjaður að spila tölvuleiki og meðal þeirra var arcade klassíkin Space Invaders. Það var þá sem að hann fékk hugmyndina um að gera leik þar sem að markmið spilarans væri að leynast frá óvinum sínum en ekki vaða beint á þá. Svo þegar að Kojima var ráðinn til Konami hrinti hann hugmyndinni sinni af stað og svo í júlí árið 1987 kom út fyrsti leikurinn í Metal Gear seríunni. Kom leikurinn út á MSX tölvuna. Leikurinn hét Metal Gear. Samstundis varð leikurinn vinsæll, þó sérstaklega vegna þess að hann kynnti til sögunnar nýjan þátt í tölvuleikjum, að leynast og koma óvinum sínum að óvörum.
Metal Gear fjallaði um mann að nafni Solid Snake (ekki er vitað alvöru nafnið hans en oftast er þó haldið að það sé David vegna þess að *SPOILER úr MGS* í endanum á leiknum með Otacon endinn, þá kynnir Otacon sig fyrir Snake og Snake svarar “hi hal, I'm Dave”)*SPOILER END* en þó hefur þetta þó aldrei verið staðfest (maðurinn sem að talar fyrir Snake heitir David Hayter)) sem að er sendur árið 1995 til Outer Heaven (eða ytri himinn á góðir íslensku).
Snake nú meðlimur Fox Hound er sendur til Outer Heaven til þess að ná í upplýsingar um Metal Gear og ná sambandi við Gray Fox, besta meðlim Fox Hound sem að hefur verið tekinn gíslingu. Snake tekst ætlunarverk sitt, að bjarga Gray Fox og ná í upplýsingar um Metal Gear TX-55 frumgerð allra Metal Gear vélanna.
Á leiðinni út úr Outer Heaven mætir Snake leiðtoga Outer Heaven málaliðanna. Big Boss, sjálfan yfirmann Fox Hound. Snake verður til þess að sleppa, að drepa Big Boss og eyðileggja MG. Eins og áður tekst honum þetta og snýr til Bandaríkjanna eftir þessa þolraun.
Snake seinna hættir í Fox Hound og gerist njósnari hjá CIA. En það endist ekki lengi því að hann hættir þar eftir árekstra við kerfi CIA, hann hættir hjá leyniþjónustinni til þess að gerast málaliði og seinna að setjast í helgann stein í óbyggðum Alaska. Eins og áður sagði hlaut leikurinn einróma lof og var sagan sögð líkjast Hollywood mynd.

Síðan kom árið 1990 og framhald af Metal Gear, nefnt Metal Gear 2: Solid Snake. Þar er árið 1999 og jörðin stendur frammi fyrir gífurlegum olíuskorti. En þá kemur maður að nafni Dr.Kiov Marv til sögunnar, hann finnur upp efni sem að heitir Oilix og að notað er til þess að vinna hráolíu og þar með notað til þess að binda endi á olíu skortinn. En áður en byrjað er að nota Oilix, er Dr. Kio Marv rænt af málaliðum sem að kalla sig Zanzibar.
Snake sem að nú lifir friðsælu lífi í Alaska er beðinn um að koma aftur til starfa hjá Fox Hound af nýskipuðum yfirmanni liðsinns (Fox Hound) til þess að bjarga Dr. Kio Marv og að koma Oilix aftur í réttar hendur.
Þegar að Snake kemst svo til leynistöðvar Zanzibar kemst hann að því að Metal Gear hefur verið byggður aftur og að Big Boss lifir ennþá, ef þetta er ekki nóg kemst Snake að því líka að Gray Fox, fyrrverandi meðlimur Fox Hound og sá eini sem að hefur áhlotnast sá heiður að fá kallmerkið Fox (æðsta og merkasta kallmerki í Fox Hound) , er í liði með Big Boss sem yfirmaður málaliðanna og hægri hönd Big Boss.
Snake berst við Gray Fox (hans rétta nafn er Frank Jeager) á jarðsprengjusvæði í ná návígisbardaga (close-quarters combat). Að lokum nær Snake þó að drepa Gray Fox og fer þá á næsta atriði verkefnalistanns, að ná Oilix aftur frá Big Boss. Eins og áður berst Snake við Big Boss og nær að drepa hann og eyðileggja Metal Gear auk þess að hafa náð Oilix aftur.

Þegar að PSX kom svo út fékk Kojima-san hugmyndir um að gera enn einn leik í Metal Gear seríunni. Með 32 bita tölvu eins og PSX er, gat Kojima gefið spilurum meiri dýpt í seríuna með því að hafa leikinn í 3D. Hann byrjaði að vinna úr hugmyndunum sínum og árið 1998 kom út Metal Gear Solid og að margra mati markaði leikurinn tímamót í sögu tölvuleikja. Allt frá grafíkinni til myndvélarinnar var sagt vera algjör snilld.
Leikurin fjallar um í stuttu (ég lofa að ég segi ekki neitt um söguþráðinn í leiknum þar sem að einhverjir gætu verið að spila leikinn til þess að vita söguna áður en að MGS2 kemur út) um að hryðjuverkamenn (og fyrrverandi meðlimir Fox Hound) hafa tekið yfir eyjuna Shadow Moses sem að er kjarnaúrgangs verksmiðja og hóta að skjóta kjarnorkuflaug ef að þeir fá ekki líkamsleyfar Big Boss (sem að eins og segir frá að ofan dó í bardaga við Snake).
Aftur er Snake dreginn úr óbyggðum Alaska og fær það verkefni að bjarga yfirmanni D.A.R.P.A. Donald Andersson og forseta ArmsTech. Kenneth Baker. Auk þess að bjarga þeim á hann að uppræta hryðjuverkamennina og koma í veg fyrir að kjarnorkuflauginni verði skotið. Ég ætla ekki að segja neitt meira af söguþræðinum vegna ofangreindar ástæðu.
Ég verð reyndar að viðurkenna það, að þegar að ég var úti í Bretlandi sumarið 1998 náði ég í eintak af Official UK PlayStation magazine þar sem að MGS var forsýndur (preview). Ég fletti í gegnum blaðið og sá hlutann um MGS og hugsaði með sjálfum mér, úff hvað þetta á eftir að vera leiðinlegur leikur. Það var hinsvegar ekki fyrr en rétt eftir áramótin 98-99 að annar hugari var heima hjá mér og rak augun í þessa tilteknu forsýningu. Hann spurði mig hvort að ég hafði ekki séð þetta (enda var hann nokkuð spenntur fyrir leiknum þegar að hann sá þetta). Ég játaði því að ég hafði séð þetta en því miður, ég hafði engann sérstakann áhuga á þessum leik. Hann bað mig um að líta á þetta og þegar að ég var búinn að því rauk ég strax niður í BT og náði mér í eintak og hef ég verið ástfanginn að leiknum alveg síðan.
Það skrýtna er, að þegar að ég loksins kom út í BT (Skeifunni) sá ég ekki leikinn þó að ég vissi að hann væri kominn út. Ég leitaði og leitaði og loksins fann ég mörg eintök af leiknum alveg út í horni þar sem að hann sást varla. Tveim vikum seinna hafði hann farið úr 4000 (minnir mig) og upp í 5000.

Svo núna á morgun kemur Metal Gear Solid 2: Sons of Liberty, leikur sem að flestir ef ekki allir MG áhugmenn hafa verið að bíða eftir síðan að leikurinn var tilkynntur, rétt tæplega tvö ár.
Leikurinn á samkvæmt fjölmiðlum og neytendum (Japan og BNA) eftir að skilgreina aftur hvernig við lítum á tölvuleiki rétt eins og fyrri Metal Gear leikir.

Hér er svo stuttar skýringar á ýmsum heitum sem að hafa komið fram í greininni:
Metal Gear: Árásarskriðdreki (battle tank, fann ekki betri þýðingu) sem að getur skotið kjarnorku flugskeytum án staðlaðs skotkerfi, þ.e.a.s. hann getur skotið flugskeyti án utanaðkomandi aðstoðar.
*Smá SPOILER* Metal Gear Ray (MG úr MGS) gat skotið kjarnorkuflaug án þess að flaugin notaði eldsneyti. Flauginni var skotið af railgun sem að staðsett var á hægri handlegg Ray *SPOILER END*.

Fox Hound: Anti-hryðjuverkasveit, hún getur það ómögulega. Eins og Snake þá eru hryðjubverkamennirnir í MGS einnig fyrrverandi meðlimir Fox Hound.

D.A.R.P.A.: Skammstöfun fyrir Defence Advanced Research Projects Agency, stofnun rekin af Bandaríkjastjórn sem að sér um að rannsaka hin ýmis vopn og tæki sem að notuð eru í hernaði. Þessi stofnun er til í alvörunni.

ArmsTech: Vopnaframleiðandi fyrir hernað. Annar stærsti vopnaframleiðandinn í heimi. Átti meðal annars hlut í að þróa railgun. Hönnuðu og framleiffu laumubúninginn (stealth camouflage).

Jæja núna ætla ég að hætta og ég vona að ykkur líki þetta ágrip af sögu Metal Gear.

Heimildir:
OPM2 UK, blað nr.17
Metal Gear Solid, manual
The official Metal Gear Solid strategy guide.
Síður um leikinn:
<a href="http://www.metalgear.co.uk/english/index.html2> MetalGear.co.uk </a>
<a href="http://gamespot.com/gamespot/filters/products/0,11114,197909,00.html“> MGS info frá gamespot </a>
<a href=”http://www.konamijpn.com/products/mgs2/english/i ndex.html“> MGS2:SOL </a>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/filters/products/0, 11114,913941,00.html“> MGS2:SOL info frá gamespot </a>

”One who has experienced the tension of battle can never leave. I am the one who is going to give you something to live for, and that is war."
Big Boss, Metal Gear 2: Solid Snake.
—————————-