Star Fox Adventures (GCN) Þessi sígilda sería hefur sett sig á spjöld sögunar. Eftir að hafa komið út fyrir bæði Super NES og N64 þá er Gamecube engin undantekning.
Fyrri leikirnir voru aðeins skotflugleikir og að mínu mati soldið einhæfir. Maður var að klára Lylat Wars á einu kvöldi. Til að koma á veg fyrir að sagan myndi endurtaka sig þá ákváðu Nintendo og Rare að hafa hann fjölbreyttari í þetta skiptið. Þeim datt það snjallræði í hug að hafa hann líkari Zeldu, sem sagt hörku ævintýri. Þeir hættu skyndilega við að gefa hann út á N64 og ákváðu þá að setja hann í stað þess á væntanlega tölvu Nintendo, Gamecube.

Fox McCloud lendir í nýju ævintýri ásamt gömlu félugum sínum Slippy, Peppy og Robba vélmenni. Persónan sem þú leikur er auðvitað kyntröllið og refurinn Fox McCloud en einnig er hægt stýra besta vini hans Prince Tricky. Þú ásamt föruneytinu lenda á plánetunni Dinasour Planet 8 árum eftir sigurinn á illmenninu Andross. En eins og nafnið gefur til kynna, þá ríkja risaeðlur á þessum slóðum. Þar átt þú að bjarga prinsessu pláneturnar frá klóm einræðisherrans General Scales.

Leikurinn virkar eiginlega nákvæmlega eins og Zelda. Sömu stýringar og eiginlega nákvæmlega sama plott. Þannig út frá því má sjá að þetta verður hin besti leikur sem mun marka nýtt upphaf á sviði Star Fox leikjana.

Grafíkin í nýja leiknum eru mikið betri í öllum sviðum en á N64. Þá erum við að tala um textura í hárri upplausn og fleiri marghyrninga sem mynda hina gríðarlegu stóru veröld þar sem leikurinn á sér stað. Texturarnir eru mjög vel bump-mappaðir, en ég hef ekki enn séð leik á PS2 höndlar almennilegt bump-mapping. Heimurinn er líka mjög lifandi, grasið, vatnið og feldur Fox hreyfist í takt við veðrið. Nýjustu skjáskotin sýna hversu hversu raunverulegir feldirnir eru, þeir eru eitthvað svo….lifandi. Maður er eiginlega að sjá hvert hár fyrir sig.
RareWare eins og alltaf hafa náð að knúa meira kraft út úr vélinni en nokkur annar þróunaraðili.

Þessi leikur ætti að vera Nintendo áðdáendum mikið fagnaðarefni helst vegna þess að margir telja næsta Zelda leik vera með of barnalega grafík.

Ekki er kominn stðfest dagsetning hér í Evrópu, en ég er nokkuð viss að hann komi á árinu sem er að líða.


Takk fyrir.