Ég veit, ég veit….þar sem ég er sjálfur Nintendo fan þá finnst mér ótrúlega leiðinlegt að skrifa þessa grein sjálfur, hvað þá fyrir þig að lesa þetta! En, af mínu mati finnst mér Nintendo Wii, vera rusl!

Yfir æfina hef ég átt allar tölvurnar frá þeim, það er að segja consolein frá þeim, það er að segja nes,snes,n64,ngc og wii.
Ég verð að segja það að frá því að ég eignaðist nes varð ég strax dolfallinn af galdrinum sem þeir náðu með leikjunum sem þeir gáfu út, eins og Zelda, Mario, Metroid og Mega man, síðan spilaði ég leiki eins og Turtles, Snake ratle and roll, Robocop var meiraðsegja góður!
Eftir að ég átti Nes, kom Sega Mega út, og VÁ! hvað mig langaði í hana, en frændi minn sagðist ætla að gefa mér Super Nintendo, hún mundi verða betri, þannig að ég gaf því sénns og beið eftir henni og fékk hana í afmælis gjöf, og man….sá ég ekki eftir því!
Snes er að mínu mati BESSTA tölvan frá Nintendo, ég spilaði þesa tölvu svo mikið að ég þurfti að laga fjarsteringarnar trekk í trekk.
Það sem ég er að reina að gefa í ljós er það að ég er dyggur aðdáandi Nintendo og spila hiklaust leikina sem Nintendo stendur á bakvið, það er einhvernveginn pott þétt skemmtun, og ég nenni ekki að skrifa alla söguna mína í geggnum N64 og Game cube, þó þær voru rosalegar líka!
Þegar wii kom út, hugsaði ég með mér…Nintendo gerðu það aftur! Þeir gerðu eithvað öðruvísi og það á eftir að virka!
Ég keipti mér alla helstu leikina sem komu út, semsagt Zelda, Mario galaxy, Mario Kart, Metroid prime, Resident Evil 4, Super smash bros og marga aðra, nú ert þú öruglega með einhvern leik í höfðinu sem ég myntist ekki á og ætlar að benda mér á hann og segja mér að ég hafi misst af, ég hef öruglega keipt hann og spilað hann.
Ég átti Wii í ár. Wii var góð skemmtun þangað til eftir að Super smash bros kom út, tölvan bara DÓ!
Ég fylgdist með og vonaði að það kæmi eithvað sniðugt á þessa tölvu, einhver leikur, eithvað nýtt sem gæti orðið til þess að ég mundi stirkja þetta fyrir tæki áfram, E3 kom, og….ekkert, ekkert af viti kom framm þar, nema að þér þikir gaman að hallda jafnvægi eða þikjast vera í ræktinni og fá stig fyrir það….ég tók eftir því, eftir að ég var kominn með nóg af Smash bros að ég var alltaf að byrja á sömu leikjunum sem ég átti, aftur og aftur, ég kláraði þá ekki einusinni í annari runu, ég fór alltaf aftur bara á netið í gegnum Wii til að downloada gömlum leikjum og var farinn að spila SNES leiki meira en Wii leiki….og svo er svo lítið pláss í tölvunni þannig að ég gafst upp á að vera alltaf að deeleta leikjum til að setja annan inn.
Wii hafði eingann tilgang inn á mínu heimili leingur!
Það tók Nintendo 2 og hálft ár að koma með allt sem þeir gátu, og það var gott, en eftir að super smash bros kom út, hafa þeir ekki gefið neitt út né sagst ætla koma með eithvað af viti út, þannig að ég losaði mig við Wii.
Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að ef nintendo fara ekki að gefa eithvað út sem að við sem kaupum þetta drasl af þeim að þeir eigi eftir að enda upp eins og Sega…einungis að gefa út leiki fyrir aðrar tölvur, jú jú, þeir eru enþá að græða á Wii en ég veit fyrir staðreind að fólk sem á þessa tölvu eru orðin frekar þreitt á því að sjá leiki koma út á þessa tölvu, og ég hef verið að fylgjast með henni eftir að ég selldi hana, og það hefur ekki EINN leikur komið út á hana sem mig hefði langað í, á ign.com kíkti ég á Reviews og þá sá ég að allir leikir sem að eru að koma út þessa dagana eru að fá undir 7 í einkun, þeir örfáu sem fá hærra eru leikir sem maður getur downloadað.

Það sem ég er búinn að skrifa hingað til er bara einskonar gremja útaf því að það er eins og Nintendo gleimdu því hvað skipti mestu máli, og það erum við, notendurnir. Fynnst þér virkilega í lagi með það sem þeir eru að gefa út? Ertu virkilega sáttur með þá leiki sem eru að koma út á Wii?
Og kannski stæðsta spurningin er….ertu virkilega að spila hana enþá? og hvað er langt síðan að þú keiptir þér síðast leik á þessa tölvu, og varst ánægður með leikinn?

Af mínu mati, er nintendo byrjaðir að grafa sína eiginn gröf þessa dagana, ég veit svo sem ekki hvað er hægt að gera í því, en ég væri til í að sjá einhverskona drastíska breitingu hjá þeim, breitingu sem mundi láta mig kanski hugsa um að kaupa tölvu frá þeim aftur…seigðu mér frá þínum hugsunum um Wii, og hvað þér finnst….rökræddu um það sem ég hef skrifað hérna, mig langa að heira rök um það að ég hafi rankt fyrir mér, mig langar til þess, því að ég virkilega er Nintendo fan og mig langar ekki til að hafa svona hugsun til Nintendo fyrirtækisins…..en, ætli að það fari ekki svo, að sama hvernig fer, mun Nintendo alltaf eiga smá pláss innra með mér og ugsun til þeirra með væntumþygju.

Og hey, ef þú hefur ekkert betra að gera en að benda mér á stafsetningavillur, þá veit ég af því, ég sé þær ekki, þannig að sleptu því bara.