Nintendo Gamecube Ég hef tekið það að mér að skrifa um Gamecube. Ég þekki
nokkra Nintendo menn hérna sem versla ekkert annað en
Nintendo og þetta er tileinkað þeim.

Skömmu eftir að PlayStation 2 var kynnt voru Nintendo
staðráðnir um að láta ekki Sony vinna þessu lotu eins og hina
og ákváðu að reyna aftur. Fólk var búið að missa áhugann af
Nintendo vegna þess N64 var mörgu fólki að vonbrigðum.
Reyndar skil ég það ekki, mér finnst t.d mjög skrýtið að heyra
fólk reyna að rakka hana niður með því að segja að henni sé
ætlað börnum. Það er oft þannig að PSX var þeirra fyrsta tölvan
og þá var það mest og best. Þetta fólk eru oftast litlir óþroskaðir
krakkar sem eru með æði fyrir blóðsúthellingum og
slagsmálum.

Nýjasta afurð Nintendo var kölluð Dolphin á meðan það var verið
að vinna á henni. Nintendo töluðu um að hún myndi taka allat
aðrar tölvur í nefið, og þeir vildu ná meirihluta af markaðnum
aftur.
Nintendo sýndu loks tölvuna og leiki sem keyrðust á nýja
vélbúnaðinum á SpaceWorld 2000, sem er þeirra
einkasýning.
Þetta mynband sýndi það og sannaði að Nintendo voru ákveðnir
að ná sér niður á Sony. Myndbandið breyddist hratt út um netið
og þetta var orðinn ein umtalaðasta vara á netinu. Ég held að
Sony hafi ekki verið ánægðir að heyra þessar fregnir. Grafíkin
var flottari en nokkuð annað sem þeir höfðu sýnt á sinni vél.
Nintendo eru þess vegna komnir sterkir til leiks.

U.þ.b ári seinni var hún sýnd aftur á E3 sýningunni í L.A. Þá
sýndu þeir marga aðra titla, margir þeirra tóku leiki
keppinautana í bakaríið. Grafíklega séð var tölvan ótrúleg. Þeir
sýndu m.a leiki sem skyggðu á illa tilbúna Xbox leiki. Fólk var
almennt ánægt með Gamecube og hún fékk þau eftirsóttu
verðlaun. “Best of E3, ”Best conole hardware“ og ”Best fighting
game". Nintendo lærðu líka af mistökum sem hrjáði þá í gamla
daga. Þeir hönnuðu núna ódýra diska sem myndu leysa
rándýru leikjahylkin af, til þeirra gengu fleiri framleiðendur og
tölvan var sjálf mjög ódýr. Aftur á móti er NIntendo ekki að tapa
sömu upphæðum og Sony og Microsoft,
en þau eru með allt of háan HEK ( Heildareiningar kostnaður).

Nintendo Gamecube kom á japanskan markað september
2001 og bandarískan 18. Nóv á sama ári. Þeim gekk mjög illa
að selja tölvuna í Japan, vegna þess Sonu voru búnir að ná svo
góðri fótfestu. Hins vegar seldist hún mjög vel í BNA, 1.3
milljón tölvur seldar fyrir jól. Tölvan mun koma út í mörgum
litum þ.e.a.s fjólubláum, svörtum, bleikum, gulllituðum og
silfurlituðum.

Vélin er mjög öflug og henni er skartað 64 bita 485 mhz IBM
PowerPC Gekko leikjaörgjörva: Skjákortið er líka mjög gott, ATI
162 mhz Flipper. Henni var gefið sérstakt RAM til að auka
hraða. Hún er með 27mb 1T-SRAM, og 16 mb DRAM, þetta
virðist látt, en ekkert af þessu fer í stýrikerfið, heldur bara í
leikina.

Einnig er stýripinninn þeiri hrein bylting. Þið verðið bara að prufa.
Hún fellur ótrúlega vel inn í hendurnar. Þetta er gersamlega
þægilegasti stýripinni sem ég hef nokkurn tíma haldið á.

Leikir sem fólk ætti að kíkja á eru: Star Fox Adventure, Star
Wars Rogue Squadron 2: Rogue Squadron sem kemur frá
Factor 5, Eternal Darkness, Mario Kart, Legend of Zelda o.s.fv.
Ég minni á að Resident Evil serían kemur aðeins á
Gamecube.

Hún mun hafa 20 leiki þegar hún lætur sjá sig á evrópskum
markaði þann 3. Maí n.k. Hún verður PAL friendly og það verður
mjög auðvelt að skipta á milli PAL (50hz) og NTSC (60hz).
Nánari upplýsingar um það má lesa á IGN. Bræðurnir
Ormsson eru byrjaðir að taka við pöntunum á vélinni, ég er svo
heppinn að vera fyrstur á listanum þannig að ég fæ hana þá í
fyrstu sendingu. Þeir sem vilja fá hana um leið eiga að hringja
upp eftir núna. Sjálfur hef ég beðið eftir tölvunni í 3 ár og ég á
erfitt með að trúa að ég fæ að leika mér í henni eftir aðeins
nokkra mánuði.
Fólk hérna heldur því fram að ég sé einhver Sony sleikja. Það er
ég ekki, enda var PS2 aðeins upphitun fyrir Gamecube.

Sphere