Það hefur nokkuð borið á því að fólk er að senda inn “greinar” sem varla innihalda meira heldur en nokkrar línur. Ég vil benda fólki á sem er að senda inn slíkt að þeim er eytt án skýringar. Að öðru leyti vil ég benda fólki á að nota rétt html í greinum sínum. Hægt er að nálgast upplýsingar um slíkt í <a href=http://www.hugi.is/hjalp>hugahjálpinni</a>. Í þriðja lagi hefur nokkuð borðið á því að fólk er að kvarta undan stafsetningu og málfari greinarhöfunda, þar af leiðandi vil ég áminna á að fara vandlega yfir þessa þætti. Í fjórða lagi vil ég áminna fólk um að nota rétt línuformat. Það er óþarfi að ýta á [Enter] þegar út í enda rammans er komið. Einfaldlega er best að halda áfram að skrifa.

Með von um betri greinaskrif,
Stjórnendur Leikjatölva