Tony Hawk 3 "impressions" Það vildi svo heppilega til að ég skaust út í BT í Gravarvogi í
síðasta skipti *tár* og keypti mér Tony Hawk´s Pro Skater 3.
Áður hafði ég spilað TH1 í botn og núna í dag hef ég lagað mér
að nútímanum.
Eins og er, þá er ég ekkert standa mig vel í honum en ég er þó
betri en þegar ég fékk hann fyrst. Í leiknum er hægt að gera öll
sömu trikkin og áður, en þó finnst mér það mun erfiðara í þetta
skipti. Þú getur valið á milli 8 brauta. Í þetta skipti nota
þróendurnir ímyndunaraflið. Þú hoppar í gegnum glugga á
draugahúsi, hefnir þín á óþokka sem angrar þig í keppninni
o.s.fv. Það er líka hægt að búa til brautir eftir sínum smekk í
mjög einföldum “map editor”. Hægt er að velja alla helstu
brettagaura í dag, Chad Muska, Kareem Cambell og auðvitað
Tony Hawk. Svo getur þú búið til þína eigin persónu ef þér líst
ekkert á hinar.

Stærsta ástæðan út af kaup mínum á leiknum er netspiluninn.
Ég hef ekki fengið aðgang að henni enn, enda vonlaust að finna
USB netkort. Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru nánari
upplýsingar <a
href="http://www.neversoft.com/online_guide/online_guide.ht
m“>hér</a>


Leikurinn lýtur alveg ótrúlega vel út. Persónuhönnuninn er
stórgóð,, mýkri en nokkurn tíma áður og brautirnar er eins og
áður, stórar og fínar á stöðugum 60 römmum á sek. Texturarnir
er einfaldir en mjög skarpir. Flicker er haldið í lágmaki og ætti
ekki að trufla spilarann.
Lögin í leiknum koma manni í gott skap og persónulega er ég
ánægður að fá loksins leik sem er ekki troðfullur af techno. Þú
getur valið á milli laga í Jukebox, allt frá hip hopi til
nútímarokks.

Heimasíða leiksins :<a
href=”www.thps3.com">www.thps3.com</a>

Þegar ég loksins klára leikin mun ég rýna hann.

Takk fyri