Fréttir - Heimasíðan <a href=http://www.gamers.com>Gamers.com</a> hafa fengið ný skjáskot af nýjasta bílaleik Capcom sem líkist mest Gran Turismo á sýrutrippi. Það sem er byltingarkennt við leikinn er að leikurinn notar grafíkeiginleika sem á ensku kallast “Cell Shading” - Nánar um þetta allt saman <a href=http://www.gamers.com/game/1071358/>hérna</a>. Leikurinn er fyrir Playstation 2.

- Take-Two Interactive segir að fljótlega munu þeir gefa út PC útgáfu af Grand Theft Auto III sem kom úr á Playstation 2 í Október síðastliðinn. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gefið út ákveðna dagsetningu gera endursöluaðilar ráð fyrir því að leikurinn muni koma út um miðjan Apríl.

- Microsoft mun gefa út Xbox í Japan ásamt 12 leikjum 22 febrúar næstkomandi. Áætlað verð vélarinnar er 34,800 yen (kr.26.500.-). Leikirnir sem út koma eru meðal annars frá Sega, Konami, Capcom, Tecmo og Microsoft. Hægt er að sjá mynd af öllum pakkanum <a href=http://www.gamers.com/i/pics/1070458.jpg>hér</a>.

Njótið vel.

Pressure