Haldið verður Grand theft auto mót núna um helgina á Rúbin í Keiluhöllinni.

Keppnisfyrirkomulagið verður mjög simple, sá sem klárar sem mest af leiknum prósentulega séð, á 16 tímum vinnur. Svo verða seinustu tímana allskonar aukakeppnir fyrir sérverkefni. Sem verða tilkynntar á mótstað.

Við útvegum sjónvörp og alla aðra aðstöðu, það eina sem spilarar þurfa að koma með er tölvuna sína og GTA4. Mótið er bæði fyrir Xbox360 og PS3. Hámarksfjöldi í liði eru 4 spilarar.

Verðlaun verða nokkuð góð eða úttekt fyrir 100.000 kr á tölvuleikjum og tengdum vörum og fullt af Magic.

Það verða tvö mót, fyrra mótið er frá 12 á sunnudegi til 12 á mánudegi, svo hið síðara frá 12 á mánudegi til 12 á þriðjudegi.

Ég mæli eindregið með að spilarar skrái sig á þetta mót, ekki oft sem gefst tækifæri á kanna hæfni sína í GTA4 gagnvart öðrum spilurum.

Skráning fer fram á www.bonusvideo.is/gta

Ef þetta mót mun skila góðri þátttöku verða haldin fleiri mót.