Xbox 360: Kvillar og uppfærslur Ég er búinn að vera í þó nokkuri leit á netinu, hvað varðar bilanir á vélinni sem hafa gengið í garð frá upphafi 2005. Þær helstu eru RRoD (Red ring of death) og svo hvað drifið á það til að rispa diski sem settir eru í. Einnig hef ég verið skoða framtíðar uppfærslur og annað sem MS hafa gert til þess að laga þessa kvilla. Bilanatíðnin er komin út í drasl og má segja að þetta fær maður fyrir að henda vélinni úta á markað fyrst af samkeppnisaðilunum.

Quote

„In what may be one of the costliest consumer warranty repairs in history, Microsoft announced on Thursday that it would spend up to $1.15 billion to repair failing Xbox 360 game machine consoles.The size of the anticipated repair bill suggests that a third to as many as half of the machines are flawed.“

Að auki bættu þeir ábyrgðina þannig að nú spannar hún þrjú ár.

Fyrsta gerð Xbox 360 vélarinnar hét Xenon, (dulnafn móðurborðsins), hún innihélt 90nm cpu og gpu. Þessi vél margbilaði og olli það undrun um allan heim hversu há bilanatíðnin var. Næsta gerð var Zephyr sem einna helst voru Elite vélarnar með HDMI port. Þær innihéldu líka kopar rör sem átti að hjálpa til við að kæla örgjörvana. Því næst komu út „Falcon“ móðurborðin sem innihalda 65nm cpu. Einkum voru það Halo Edition vélarnar sem voru upplýstar að innihalda fyrir víst, 65nm örgjörvann. Fólst í því að MS gat lækkað verðið um 50$. Falcon er núverandi vélin á markaðnum.

Ég ætla að taka fram nokkra orðróma sem hafa ekki enn verið staðfestir að fullu.

Jasper er vél sem ætti að koma út núna í haust 2008. Þar verður combo af 65nm cpu og gpu kubbum. Þýðir það minni kælingu og minni hávaða. Reynist þetta rétt munu það vera liðin tæp 3 ár frá því að vélin kom út á markað að MS hafa fundið úrlausn við hönnunargallanum frá byrjun. Þessi vél þykir lofa góðu og reynist hún líklegust til að koma út í haust.

Opus eru vélar sem munu taka við af „Falcon“ gerðinni en þær gerðir munu innahalda 65nm örgjörva og 90nm gpu (sem er sökudólgur rrod). Það sem mun vera í þeim gæja er sami kassi og var utan um gömlu Xenon móðurborðin þar sem MS ætlar að endurvinna eitthvað af gölluðu Xbox tölvunum sem þeir fengu sent í viðgerð. Það þýðir að það verða engin HDMI port, sem mér einkum þykir hálf undarlegt því að flestir nú til dags eru með hd sjónvörp með að minnsta kosti 720p upplausn, (sem flestir leikir einkum styðja). Ég gat ekki grafið upp einhvern útgáfu dag fyrir Opus vélina…

Valhalla mun innihalda bæði 65nm örgjörva og gpu, það þýðir enn minni hita og því minni þörf á “þotuhreyflunum” sem áður sáu um kæla vélina. Valhalla mun ekki verða heitið á móðurborðinu heldur af comboinu af bæði 65nm cpu og gpu kubbnum. Nafnið á móðurborðinu hefur ekki verið staðfest. Búast má við Valhalla í 2009-2010. Kosturinn við þessa vél að þarna er búiða að sameina örgjörvann og grafíkar prócessorinn í einn kubb. Minni kæling… minni hávaði…

Síðan man ég eftir að hafa lesið einhverstaðar að verið væri að útbúa 60GB módel…

Þetta er fyrsta greinin mín þannig að ég vil endilega þyggja ábendingar en engin skítköst…
“Everything is so simple for you, either you don't understand it, or you don't care.