Jæja ég ætla að deila með ykkur PS2 sögunni minni.

Ég fór niðrí Skífuna á Laugaveginum á fimmtudaginn og keypti mér vél, minniskort í hana og Tony 3. Fór svo ánægður heim og tók gripinn í gagnið. Eftir gott kvöldspilerí fór mar svo að sofa og ætlaði að spila meira þar sem ég átti frí á föstudeginum. En nei, leikurinn neitaði að virka svo ég þurfti að pakka vélinni og leiknum saman og arka niður í Skífuna aftur. Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri, að fara niður í Skífuna, þar sem viðhorfið hjá starfsfólkinu virðist vera að vita sem minnst um hlutina. En nóg um það, það kemur svo í ljós þarna niðri frá að það er rispa á disknum alveg inn við brún, sem gerir það að verkum að vélin bara einfaldlega gúdderar ekki leikinn, lætur bara sem það sé enginn diskur í tölvunni. Ekki var ég ánægður með það, en drengurinn sem aðstoðaði mig setti leikinn í einhverskonar rispubana, júnit sem á laga 95+% af öllum rispum á diskum, hvort sem það eru Audio CD, CD-R/RW eða DVD. En allt kom fyrir ekki, hann fór ekki aftur í gang. Strákurinn vildi nú ekki kannast við að þetta væri tölvunni að kenna, vildi meina að ég hefði greinilega farið eitthvað illa með diskinn og þetta væri mitt mál. Ég lét mig hafa það að kaupa nýjan leik, með góðum afslætti, og fór með hann heim. En svo nú í gær 23. þá er Tony hættur að virka aftur, ég nottlega alveg fjúríös og fer með vélina aftur niðrí Skífu í Þorláksmessukraðakið og vill fá skýringu. Núna voru nefnilega komnar 3 rispur á diskinn á mismunandi stöðum, og þær lágu allar í kringum miðju. Þetta fannst mér vera ótvíræð merki um að vélin væri að þessu, því diskurinn þarf að snúast til að þetta geri gerst, og ekki snýst hann í hulstrinu eða í höndunum á mér. En ég var svo heppinn að sami strákurinn var að vinna og ég fer með þetta til hans. En það er sama sagan, nema nú fylgir með að ‘sérfræðingar Sony’ eru búnir að gefa út yfirlýsingu um að vélin geti 100% ekki gert þetta við diska nema það sé hreyft við henni. Þá spurði ég nú á móti hvernig það stæði á því að Sony gæti bara firrt sig allri ábyrgð á tölvunni með sona yfirlýsingu, það væri enginn sjens að þeir gætu testað allar tölvur sem koma af framleiðslulínunni. En hann hélt áfram og sagði að það væri stefna hjá þeim að taka ekki við tölvunum aftur í sona tilvikum, ‘sérfræðingar Sony’ væru bara alveg sure á því að þetta gæti ekki verið vélbúnaðarvandamál. En það skrýtna var að hinir leikirnir mínir er alveg hreinir, það kom ekkert sona fyrir þá. Ég fékk hann bara til að prófa skemmda leikinn í vélinni minni, hann keyrði ekki upp á henni, en hún keyrði Tekken Tag alveg 100% upp. Svo fór hann og náði í alveg nýja tölvu beint upp úr kassanum, tengdi hana, setti Tony(rispaða) í hana, og hann virkaði ekki. Svo setti hann leikinn í rispubanann góða og prófaði hann með engum árangri. Það er ekki gaman að þurfa að standa í sona vesini á Þorláksmessu og lét ég hann alveg heyra það að það væri mér ekkert að skapi að þurfa að fara þarna niður eftir og standa í sona stappi, en málið er það að ég var að kaupa leikjatölvu upp á 35.000 kr. -og ég er ekki að fara að láta Sony segja mér að ef ég sé að fá rispur á diskana mína, þá sé það mér að kenna og engum öðrum, litla heilaga vélin þeirra geri ekki soleis hluti.

En sona pointið mitt með þessari löngu sögu er: Eru PS2 vélar sona rosalega viðkvæmar? Eða var ég so óheppinn með vél eða hvað er málið.? Þetta endaði nú á því að ég fékk nýja vél og leik - og gleðileg urðu jólin þá - ,og ástæðan sem hann gaf var sú að hann ‘nennti ekki að standa í þessu’ (dáldil vörn þarna fyrir hönd Sony). Hann um það. Ég hef nú átt PSOne síðan 95 og hún er rétt núna kannski alveg búin að gefa upp öndina, en ég gat ekki átt PS2 í 24 tíma án þess það kæmi upp vesen. Ég hallast að gölluðu eintaki, en hafa fleiri hér lent í einhverjum vandræðum með sínar?? Og ef svo er, þá hvernig?

Jæja nú er ég búinn að sitja hér á hátíðisdegi í vinnunni og skrifa þetta, best að fara í jólaskapið og hætta þessu Sony bashi, þannig að gleðileg jól öll sömul, og megi ykkur farnast vel yfir hátíðarnar,