V-Rally 3 PS2 hefur verið nefnd leikjatölva bílaáhugamanna, út af geysilega miklu úrvlali. V-Rally er ein þekktasta rally sería í heimi og hún hefur selst í meira en 4 milljónum eintaka um allan heim.
Franski framleiðandinn Eden Studios lofar miklu, þeir ætla að hafa leikinn í GT3 kanntinum, en til þess þarf að gera hann sem raunverulegastan. Leikurinn mun bjóða upp á fullt af brautum sem munu vera á 500.000 marghyrningum á hverjum rammma fyrir sig.
Bílarnir verða ekkert síður flottir eða á 15.000-16.000 margyrningum. Ekki nóg með það, heldur verða þeir “multilayarir” og það sem það þýðir fyrir okkur er mun raunverulegri grafík, drullan mun vera þurr eða klístruð og þessi klístraða festist við bílinn. Bílarnir bjóða líka uppp á glæsilega endurspeglun.
Þannig þetta virðist bara vera hörkuleikur.
Hver braut verður ábyrgð hjá hvers hönnuðs innan fyrirtækisins, þannig það ætti að láta þá vinna sínu vinnu án leti.
Leikurinn verður með fullkomið “eyðileggingar” kerfi sem á að vera flottara en öll önnur sem á undan hafa komið. Gaman verður að sjá hvort leikurinn nái að slá út erkifjendurna Colin McRea og WRC.
Það er mikil samkeppni í þessum flokki leikja og manni hlakkar til að vita hver stendur uppi sem sigurvegari.

Takk fyri