(DC) Shenmue 2 - Umfjöllun Shenmue 2
Dreamcast
Þróunaraðili: AM2 (Yu Suzuki)
Útgefandi: Sega
Tegund: Ævintýri
Uppruni: Japan
Fjöldi leikmanna: 1

Eftir að hafa spilað fyrsta Shenmue leikinn í gegn þá var ég mjög spenntur eftir framhaldinu sem ég komst í fyrir nokkrum vikum síðan. Ástæðan fyrir því að ég hef beðið svo lengi með að koma með review er vegna þess að ég vildi klára leikinn fyrst. Shenmue II er síðasti Dreamcast leikurinn sem Sega gefur út og þar með lýkur því tímabili. Dreamcast tímabilið var dásamlegt og ef þú átt ekki Dreamcast þá ráðlegg ég þér að skjótast út í BT og versla þér eitt stykki. Þær eru hræódýrar og miklu meira virði en þær kosta.

Fyrir ykkur sem þekkið ekki Shenmue þá er þetta ævintýraleikur með frábærri grafík. Grafíkin í Shenmue 2 er t.a.m. svo stórfengleg að ég held að ég hafi varla séð annað eins á Dreamcast. Það er svo mikið af smáatriðum. Leikurinn fjallar um ævintýri Ryo Hazuki sem missti föður sinn þegar hann var drepinn í fyrsta leiknum af hinum illa Lan Di. Leikurinn spannar þann tíma eftir morð föður hans þar sem hann leggur af stað í leit að hefnd og að svörum hvers vegna faðir hans var drepinn. Í Shenmue 2 er stutt bíómynd sem fjallar um það sem gerðist í Shenmue 1 þannig að í sjálfum sér þá er engin leið að maður viti ekki hvar maður stendur í byrjun spilunar.

Leikurinn er ekta leita/finna en leikspilun er með marga þætti. Maður getur til að mynda fengið sér vinnu og eytt tímunum saman í að vinna. Maður getur einnig farið í spilakassasalinn og spilað gömlu góðu Sega leikina eins og Space Harrier og Afterburner. Hönnuðir leiksins hafa staðið sig þrusuvel í að láta þetta virka sem alvöru veröld. Hong Kong blómstrar af lífi og fólki sem lifir sýnu lífi annað hvort með því að sinna verkum sýnum eða svona venjulegir götubófar sem reyna að fá þig til að eyða fé þínu í vitleysu.

Það er ekki mikið sem ég get sagt um leikinn án þess að spilla en sagan er frábærlega vel sniðin og dregur þig fullkomlega inn í hana. Þegar maður sest niður til að spila þá gjörsamlega gleymir maður sér.

Stjórnunin er mjög góð og virkar nákvæmlega eins og í fyrri leiknum þar sem maður notar digital takkana til að stjórna Ryo og hliðræna pinnan til að horfa í kringum sig. Takkarnir eru notaðir til að gera alls konar hluti eins og að sjá hvaða hluti maður er með og til að tjá sig.

Eitt sem vert er að minnast á er að talið í leiknum er á japönsku ólíkt fyrsta leiknum sem var mjög illa döbbaður yfir á ensku. Þetta bætir miklu við andrúmsloftið og það er frábært að hlusta á japönsku leikarana í stað þessa venjulegu ensku leikara. Leikurinn er að sjálfsögðu textaður og textinn er mjög stór og sést vel þannig að það er ekkert vandamál þarna.

Shenmue 2 er góður leikur í alla staði og er af sama klassa eins og Metal Gear Solid og Grand Theft Auto 3 á PS2. Yu Suzuki og staffið hans eru nú að vinna að útgáfu seríunnar á X-Box og síðasti hluti trílógíunnar, Shenmue 3, koma út á hana.

Dómurinn:

Framsetning: 9.0
Grafík: 10.0
Tónlist: 8.0
Leikspilun: 10.0
Ending: 2.0

Meðaltal: 7.8

Óska ykkur gleðilegra jóla,
Pressure