PlayStation 2 hefur yfirhöndina í sölu miðað við Xbox

Skýrsla sýnir að Sony hefur getað svalað eftirspurn betur en samkeppnisaðilarnir Microsoft og Nintendo.

Eftir ALEX PHAM, Blaðamann LA TIMES


PlayStation 2, hin ársgamla tölva frá Sony leiðir milljarðarkapphlaupið sem myndast hefur um leikjatölvurnar, á hæla þeirra kemur Xbox frá Microsoft og GameCube frá Nintendo. Þetta kemur fram í skýrslu sem gefin var út af Credit Suisse First Boston.

Sony seldi 962,000 PlayStation 2 vélar á tímabilinu 11.nóvember til 8.desember, samkvæmt tölum CSFB sem fengnar eru frá NPDFunworld.
Microsoft, sem gaf út Xbox 15.nóvember, seldi 934,000 tölvur. GameCube kom út 18.nóvember og seldist í 602,000 eintökum.

Á síðustu vikum, hafa fyrirtækin stært sig af því að hafa slegið hvert sölumetið á fætur öðru, með því að nota eigin sölutölur. En skýrslan sem kom frá CSFB er fyrsta skýrslan sem gerð er af hlutlausum aðilum. Hún sýnir að þótt Xbox og GameCube hafi fengið stærstan hlut fjölmiðlaumfjöllunarinnar, seldist PlayStation 2 best, fyrst og fremst útaf því að Sony hafði nógan lager til að mæta eftirspurn, á sama tíma og Xbox og GameCube áttu við framleiðslutakmarkanir að etja.

“Megnið að veltunni í þessum flokki er enn hjá PlayStation 2 frá Sony” sagði Sean Milne, varaforseti rannsóknarfyrirtækisins Soundview Technology Group í San Francisco.

Nintendo menn voru bjartsýnir yfir tölunum. “Við erum hæstánægðir”, sagði Beth Llewelyn, talsmaður Nintendo. “Við höfum selt meira en 800,000 GameCube tölvur í Bandaríkjunum í dag og munum selja 1.3 milljónir þegar kemur að jólum.”

Talsmaður Microsoft, David Hufford sagði, “Xbox hefur heldur betur farið á flug.”

Varað hefur þó við að keppnin sé ekki spretthlaup heldur rándýrt fimm ára maraþon þar sem sigurvegarinn verður ekki endilega sá sem selur mest fyrstu dagana.