Fyrir ykkur sem ekki vita hver ASA er, þá er hann leikjagagnrýnandi Undirtóna. Eftir að hafa lesið það nýjasta, þá verð ég að lýsa óánægju minni um dómgreind þína, á vissum sviðum.
Ok, nú skulum við byrja.

Mælikvarði er 0-5 0/5, leikur sem fær 3/5 fær 6/10

Silent Hill 2: Ég hef spilað demó leiksins og mér fannst hljóðið mjög gott, það á miklu betur skilið en “2/5”, þetta er horror leikur og Konami vönduðu sig mjög vel við hljóðið. Ég trúi því mjög vel að þú hélst hljóðinu í lágmarki til að missa ekki vitið :D

Jak and Daxter: Þú gafst þessum leik 4/5, en það er jafn góð einkunn og FIFA 2002 fékk. Grafík 4/5? Eins og þú greinilega veist, þá tók 3 ár að gera leikinn. Þetta er ein flottasta grafík sem maður hefur séð. Naughty Dog hafa nýtt afl PS2 meir en nokkur annar framleiðandi. Grafíkin á ekki að vera raunveruleg, heldur eins og teiknimynd, hún rennur á 60fps (á mínu sjónvarpi). Til að fá fjölmiðla til að “back me up” þá gáfu IGN honum 9.7 í grafík, Gamespot 10 og PSXEXTREME 9.7. Já og síðan hljóð 3/5, mjög sniðugt. Þetta er bara ein besta og skemmtilegasta talsetning sem maður hefur heyrt í tölvuleik.

Tony Hawk 3: 4/5: Aha, jæja, svo hann er jafnoki FIFA. Glæsilegt, spiluninn virðist vera 40% lélegri en FIFA 2002. No offense, en kannski líkar þér við hann vegna þess að hann er skítléttur, oftast fer staðan 8-2 eða álíka, sem er ekki gott.
Samt er ég mjög ánægður að þú gafst honum bara 3/5 í grafík, en margir er því ósammála. Ég er ekki viss um þessa endingu sem þú gafst honum, ég gat spilað TH2 mjög lengi án þess að fá leið af honum.

Mér fannst mest allt hitt vera frekar sanngjarnt. Það væri gott að fá svör frá þér, ég hugsa að þú stundir huga af og til. Ég vill fá rök fyrir þessum einkunnum. Og meðan ég man, þá ertu velkominn á ircrásina #console.is. Þú gætir kannski minnst á þetta áhugamál í næsta tölublaði Undirtóna.
Ég hvet þig reyndar til að breyta skalanum, hafa hann frekar 0-10.
Ég þoli þegar leikir fá 3/5 og þú lætur eins og það eigi að vera gott.
Aftur á móti finnst mér greinar þínar mjög góður lestur og þú gerir eins og fáir aðrir, setur smá húmor inn í þetta.

Kv. Sphere