Microsoft, leikjamarkaðurinn er innan seilingar... Blessaðir félagar…

Nú flæða um netið og innan leikjabransans fréttir um að Microsoft sé í viðræðum við tvo risastóra leikjaframleiðendur um kaup á þessum fyrirtækjum. Í fyrsta lagi er það Take Two sem eru með leiki sein og Grand Theft Auto 3, Max Payne og t.d. næsta sumar með leikinn Stuntman fyrir PS2 og hitt fyrirtækið er Infogrames..

Það er ljóst að eins og staðan er í dag að Microsoft ætlar sér stóra hluti í náinni framtíð með þessum hreyfingum sínum og má ætla að ef þessi kaupa sem enging vill samt staðfesta að séu í vinnslu þrátt fyrir þrálátan orðróm, munu gera Microsoft að einum stærsta leikjaframleiðanda í heimi…

Talið er að Microsoft eigi í lausafjé um 50 Billjónir bandaríkjadollara til að leika sér með og eru fá fyrirtæki sem hafa slíkt “capital” til að vinna með….


Nú er bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér!!

MadMax