Zelda: Majora´s Mask Sagan segir frá hetjunni Link. Leikurinn gerist nokkrum mánuðum eftir að hann hafði bjargað Hyrule konungsríkinu. Þú ert úti í skógi og skyndilega kemur undarlegur strákur með grímu og stelur hestinum þínum og flautunni. Þú eltir hann og dettur ofan í stórt gil. Þú rankar við þér og þú ertu kominn í annan heim, Terminia. Þar hitturðu fólk og sumir segja þér frá því að tunglið skelli á jörðina eftir 3 daga og það er í þínum höndum að koma í veg fyrir það.
Leikurinn byggist ekki bara upp á þessu, þú átt að ná grímunni af stráknum sem stal aleigunni frá þér. Auk þess safnar maður fullt af öðrum grímum sem virðast hjálpa þér að bjarga heiminum.
Leikurinn spilast nákvæmlega eins og Ocarina of Time, sama stýringin sem fullkomnar leikinn.
Í þessum leik geturðu verið nánast af hvaða kyni sem er, þú getur verið Goron, Zora, Deku eða bara mannlegur.
Málið er að nú er ekki hægt að hansa, þú verður að komast hratt í gegnum borðinn, áður en tunglið skellur á jörðina. Þannig ef þú ert “out of time” þá þarftu að gera borðið allt upp á nýtt.
Leikurinn virðist ekkert vera neitt sértstaklega langur, allavega ekkert lengri heldur en forverinn. Það er 4 borð, en leikurinn byggist mest upp á aukamissionum sem lengir leikinn talsvert, en í þeim sækirðu ýmsa hluti sem þú þarfnast. Fólk í leiknum hegðar sér mjög eðlilega, það gerir sýna dagslegu hluti maður sér það labba í vinnuna og ekki er sjaldgjæft að lenda í samræðum milli tveggja aðila. Þannig maður lendir í mismunandi samræðum eftir tíma dags og daga.


Grafík leiksins eru ein sú bestu á N64 vélinni. Leikurinn skartar fleiri textura heldur en áður og það er miklu meira á skjánum í einu með hjálp Expension Pack. Leikurinn rennur á 25 römmum á sek, en það er mjög lélegt meðað við nútímatölvur. Fólkið sem maður hittir er skemmtilega hannað og þótt þeir líta ekki mjög eðlilega út þá veit maður nokkurn veginn hvers konar týpa það er, svipað og Simpsons.


Hljóð leiksins er frábært, þeir ákváðu að koma með upprunalega Zelda lagið, sem kemur manni í gott skap. Núna heyrist smá hljóð í fólkinu þannig maður veit hvernig röddinn er. Auk þess lærirðu mikið af lögum í gegnum leikin og gamla góða flautan er ekki síður mikilvæg í þetta skipti.

Leikur sem engin Zelda maður má missa af, þótt hann sé öðruvísi og inniheldur ekki þessa Zeldu klassík þá er hann samt mjög góður. Ég myndi ekki segja að þessi hafði eins djúp áhrif á mig og forverinn, en það er líklega þessi er mjö líkur honum á nokkrum sviðum.

Leikspilun: 10 Þetta er nú Zelda

Grafík: 10 Aukakraftur Expension Pack gerir Zelda seríuna flottari en nokkru sinni áður

Hljóð: 10 Zeldalagið er komið aftur og lögin í gegnum leikinn er vel samin.

Ending: 8,5 Það tekur sinn tíma að finna allar grímurnar, en leikurinn er of stuttur í heild

Leikurinn sjálfur: 10

Takk fyri